Besta meðlætið – klettasalat með bökuðum rauðrófum og ristuðum pekanhnetum

Það er eiginlega alger skandall að þessi uppskrift sé ekki á síðunni þar sem hún er ein af mínum uppáhalds.  Þessa uppskrift hef ég gert mjög oft og vekur yfirleitt mikla hrifiningu.   Það passar mjög vel með lambakjöti og nautasteik en einnig passar það líka dásamlega vel með grænmetisbuffum og hnetusteik.

Rauðrófusalat

Hráefni: miðað við eina skál sem passar fyrir 5 manns 

  • klettasalat – 1 poki
  • bakaðar rauðrófur  – 2-3 meðal stórar
  • ristaðar pekanhnetur 1-2 dl (eftir smekk)
  • fetaostur (val)

Lögur fyrir rauðrófurnar:

  • 1 msk hlynsýróp – kreista safa úr mandarínu fyrir alveg sykurlausa útgáfu
  • 1 msk edik
  •  örlítið salt og pipar

 

Aðferð: 

  1. Bakið rauðrófur með því að vefja þær inn í álpappír og baka í 180°heitum ofni í 60-80 mín (eftir stærð).  Prófið að taka þær út og stinga með prjón eða mjóum hníf til að ath. hvort þær eru mjúkar í gegn.  Þetta má gera 1-2 dögum áður en salatið er búið til.
  2. Ristið pekan hnetur með því að setja þær á ofnplötu og baka við 150°í 10 – 13 mín.  Þegar þær hafa kólnað er gott að grófsaxa þær.
  3. Þegar þið hafið bakað og kælt rauðrófuna skerið þið hana í bita og setjið í skál.
  4. Setjið sýrópið og edikið yfir rauðrófurnar ásamt salti og pipar og blandið vel.  Leyfið þeim að liggja í þessum legi í amk. 15 mín áður en þið blandið saman salatinu, má alveg vera lengri tími.
  5. Byrjið á því að setja klettasalatið í skál eða á fat. Rauðrófurnar fara næst á fatið/skálina og við endum á pekanhnetunum. Fetaosturinn fer síðast og oftast ber ég hann fram sér þar sem ekki allir þola mjólkurvörur.

Verði ykkur að góðu 🙂

 

 

 

Published by

Leave a Reply