Ég hef lítið verið í því að safna saman ummælum og meðmælum um námskeiðin heldur bara verið á fullu að græja næsta námskeið. En ef þú hefur ekki ennþá komið á námskeið en hugsað um það, kannski ekki verið alveg viss þá mæli ég með því að renna yfir þessi meðmæli frá fyrrum nemendum.
“Ég fór á námskeiðin Næringaríkt nammi árið 2017 og Súperhollt í sumar árið 2018. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það getur verið fljótlegt og einfalt að útbúa næringaríka og góða máltíð úr fersku hráefni. Ég fór á fyrra námskeiðið með dóttur minni og þetta var virklega notaleg stund þar sem við vorum báðar að læra. Oddrún kennir manni að vinna með grunnhráefni og þannig er hægt að leika sér með ýmsar útfærslur þegar heim er komið. Ég mæli hiklaust með námskeiðunum hjá Heilsumömmunni.”
-Arna Pálsdóttir
“Það er alltaf svo frábært að koma á námskeiðin hjá heilsumömmunni. Svo vel tekið á móti manni ,hlýtt og glaðlegt viðmót. Alltaf eitthvað gott að smakka og svo gríðarlega mikill fróðleikur og mjög góðar uppskriftir sem ég nota mjög mikið. Ekki skemmir svo fyrir að maður fær að borða allan frábæra matinn sem við búum til á námskeiðinu.
Mæli svo mikið með henni og námskeiðunum hennar ef fólk vill eiga góða og skemmtilega kvöldstund.”
– Anna Björk Eyvindsdóttir
Oddrún kenndi mér mjög margt. Hollt getur líka verið gott. Mikilvægasti lærdómsmolinn var samt sá að þetta ER í alvöru ekkert mál!
– Sólveig Steinunn
“Ég kom á námskeið hjá þér síðast liðið vor á Götum í Mýrdal. Ég kom með
tvær af dætrum mínum með mér, 9. og 19. ára og okkur fannst þetta öllum
frábært námskeið og maturinn mjög góður. Ég hef ekki verið dugleg að
nýta mér uppskriftirnar eða það sem ég lærði en hver veit nema ég fara
að prufa mig áfram þegar haustlægðirna leggjast yfir 😉 ” – Anna Birna Björnsdóttir
“Ég og sonur minn (10 ára) höfum farið á tvö námskeið hjá henni Oddrúnu. Við skemmtum okkur svo mikið á námskeiðinu ,,næringarríkt sælgæti” að við ákváðum strax eftir tímann að við myndum fara sem allra fyrst á annað námskeið. ,,Súperhollt í sumar” námskeiðið varð fyrir valinu og var það alveg jafn skemmtilegt og það fyrra. Það er klárlega á döfinni hjá okkur að fara á annað.
Að geta tekið barnið sitt með fyrir brot af verðinu sem er fyrir mjög sanngjarnt er náttúrlega algjör snilld. Þannig hafði ég kost á að taka strákinn minn með án þess að finna neitt fyrir því peningalega séð. Svoleiðis tækifæri eru nú ekki á hverju strái!.
Við lærðum bæði tvö heilann helling í eldhúsinu, við fengum fullt af nýjum hugmyndum og uppskriftum. Það var virkilega gaman að geta tekið sjálfur þátt og smakkað svo með hópnum og rætt svo saman og algjörlega ómetanlegt að geta gert þetta allt saman með barninu sínu.”
– Bára Hlín Þorsteinsdóttir
“Ég kom á námskeiðið sumarleg sætindi með dóttur mína 12 ára. Okkur fannst báðum alveg æðislegt á námskeiðinu að fá að prófa sjálfar að útbúa og smakka réttina. Rétturinn sem stóð uppúr hjá okkur var sumar ísinn með súkkulaði sósu og höfum við útbúið hann nokkrum sinnum heima síðan.
Takk fyrir frábært námskeið og við munum svo sannarlega koma aftur á námskeið aftur hjá þér”
-Jóhanna Lilja og Katrín Ósk
“Kom á Súperhollt námskeið, námskeiðið var einfalt og skemmtilegt. Holl matseld er oftar en ekki einföld og fljótleg – og skemmtileg.
Hef nýtt sumar uppskriftir meira en aðrar, eins og gengur.
Mæli klárlega með þessu námskeiði.”
– Bylgja Elín Björnsdóttir
“Frábært námskeið fyrir þá sem vilja búa til dásamlegt nammi sem er líka gott og nærandi fyrir kroppinn. Góðar auðveldar uppskriftir fylgja sem ég nota mikið til þess að eiga alltaf eiithvað hollt nammigott í frysti þegar sætuþörfin kallar.”
-Ágústa Gunnarsdóttir-Massaro
“Ég vil þakka fyrir frábær námskeið sem ég dóttir mín fórum á saman – skemmtileg og fræðandi upplifun – og svo toppurinn að borða ljúfengann mat sem hópurinn matreiddi.”
-Inga María
“Ég og dóttir mín komum á námskeið í Vík í vor.
Það var dásamleg upplifun. Ég hef aldrei prufað svona mat áður og það var mjög gaman að vinna í hópum. Stelpunni minni 11 ára fannst mjög gaman og var mjög spennt að prufa allt. Við lærðum mjög mikið og höfum nýtt það mjög mikið. Stundum koma krakkar í heimsókn og við gerum einhverja uppskrift saman. Okkur fannst maturinn æðislegur og við mæðgurnar værum til í að koma aftur.”
-Rima Feliksasdóttir
“Ég hef komið á 2 námskeið. Skemmtileg og fróðleg námskeið. Tók son minn með í bæði skiptin og honum fannst líka gaman. Lærði fullt og elda ýmislegt að því sem ég lærði.”
-Ingibjörg Lárusdóttir
“Námskeiðin hjá Oddrúnu eru frábær í alla staði. Hef farið í þrjú námskeið og fer aftur 10.október og hlakka mikið til. Fyrsta námskeiðið var Super hollt sumar við vinkonurnar skelltum okkur á það lærðum mikið og fórum saddar út. Áttum mjög skemmtilegt kvöld saman. Annað námskeiðið var hollt nesti, fór með 4 unga kylfinga á það námskeið þau hafa öll gert eitthvað hollt nesti eftir námskeiðið sjálf. Þriðja var sumarleg sætindi sem ég hef nýtt líka nýtt mikið. Takk elsku Oddrún fyrir þessi frábæru námskeið þau hafa hjálpað mér mikið og heilsan er mun betri.
-Rakel G. Magnúsdóttir
“Frábært og skemmtilegt og gagnlegt námskeið þar sem ég lærði mikið. Skemmtilega uppbyggt og frábærar og góðar uppskriftir. Mæli með þessu og ég mundi vilja prófa fleiri námskeið hjá Heilsumömmunni.”
– Íris Ragnarsdóttir
“Ég fór á námskeiðið súperhollt í haust hjá Oddrúnu heilsumömmu haustið 2017. Námskeiðið var haldið í spírunni í Garðheimum með fyrirmyndar aðstöðu. Námskeiðið var blanda af fyrirlestri, sýnikennslu og svo hópavinnu á mismunandi stöðum. Mér fannst námskeiðið mjög spennandi og svo áhugavert að maður er með eyru og augu spennt allan tímann! Oddrún sýndi okkur að hollt er ekki bara gott fyrir okkur heldur líka súper bragðgott og auðvelt oft á tíðum. Ég hef notað uppskriftarheftið og fróðleikinn í kennslunni líka. Ég myndi klárlega mæla með námskeiðinu og langar að fara aftur. “
-Hafdís Þóra Hafþórsdóttir
“Ég mæli heilshugar með námskeiðinu Sumarleg sætindi. Við fórum mæðgnaklúbbur, 2 vinkonur með 3 unglingsstelpur og námskeiðið var afar vel skipulagt, sætindin holl og góð og þetta var góð upplifun í alla staði. Höfum nýtt okkur stóran hluta af því sem við lærðum og hlökkum til að prófa fleiri námskeið.”
-Linda Sigfúsdóttir
“Næringarríkt nammi (2016) og Súperhollt í sumar (2018). Í bæði skiptin var ég með dóttur mína með mér (11 ára á fyrra námskeiðinu, 13 ára á því síðara). Námskeiðin voru bæði alveg frábær. Í fyrsta lagi var andrúmsloftið mjög jákvætt og skemmtilegt og hæfilegur fjöldi á hverju námskeiði. Námskeiðin hentuðu barni mjög vel sem fékk að taka fullan þátt í öllum uppskriftunum. Miðað við þennan stutta tíma sem námskeiðin tóku var farið yfir ótrúlega margar uppskriftir og ég kynntist mörgum nýjum innihaldsefnum sem ég annað hvort vissi ekki af eða kunni ekki að nota. Það sem heillaði mig mest við uppskriftirnar voru hversu einfaldar þær eru (ég forðast allt sem hefur >10 innihaldsefni!), fljótlegar (hver þarf ekki á því að halda?) og hversu þægilegt er að nota þessar hollu afurðir. Litla daman mín náði mjög vel að tileinka sér það sem við lærðum og meira að segja nestið hennar fyrir skólann varð fyrir mjög jákvæðum breytingum 🙂 Skipulagið á námskeiðunum var mjög gott þar sem hver og einn fékk að fara í gegnum nærri allar uppskriftirnar. Aðstaðan var góð og nóg af tækjum fyrir alla. Eins var gott aðgengi að upplýsingum eftir námskeiðin þar sem við fengum tölvupósta með upplýsingum um hvar væri hægt að nálgast ákveðnar vörur og svör við spurningum sem komu upp.
Frábært í alla staði, finn ekkert neikvætt til að nefna nema kannski umferðina sem tafði okkur á leiðinni en varla hægt að skrifa það á námskeiðið 🙂
Ég hlakka bara til að koma seinna á nýtt námskeið og læra meira.”
– Brynhildur Thors og Kristjana
“Ég kom ásamt 14 ára dóttur minni á námskeiðið Sumarleg sætindi þann 6/6 2018. Vel var tekið á móti okkur þar sem námskeiðið byrjaði á grænum og vænum drykk. Við mæðgur lærðum ýmislegt, meðal annars hversu auðvelt það er að búa til eitthvað hollt en gómsætt. Eftir námskeiðið höfum við gert Brjálæðislega góða berjaísinn, Orkubita, Ferðablönduna, Ávaxtamylsnu með vanillukremi og Rís súkkulaði. Dóttir mín er opnari fyrir því að prófa hollari kostinn eftir að hafa búið til og smakkað svona margt á námskeiðinu. Hún er einnig duglegri að búa sér til Sumarleg sætindi sjálf.”
-Sigrún Aadnegard
“Ég hef farið á þrjú frábær námskeið hjá Oddrúnu og get gefið þessum námskeiðum mín bestu meðmæli. Ég fór með strákana mína á Nammi námskeið árið 2013 og vorum við öll mjög ánægð. Við lærðum að gera hollt nammi og það skemmtilega við námskeiðin er að allir taka þátt og hvað er einfalt og gott. Síðan fór ég á súperhollt námskeið árið 2017 og aftur á samskonar námskeið nú í vor , ég var alveg í skýjunum með öll þrjú námskeiðin, alltaf að læra eitthvað nýtt. Það sem öll námskeiðin eiga sameiginlegt er hvað þau eru flott uppsett, frábært skipulag, Oddrún er frábær kennari og maturinn einfaldur og alveg svakalega góður. Takk kærlega fyrir mig.”
-Sigrún Alda Sveinsdóttir
“Ég kom á námskeið 13. júní sl. í Spírunni, Garðheimum.
Um var að ræða námskeið í hollum eftirréttum – eða sumarleg sætindi.
Við fengum að útbúa nokkra mismunandi rétti – fórum á milli stöðva fjórar í mínum hóp.
Ég var mjög ánægð með námskeiðið – margt gott sem var notað og búið til. Ekki alveg heppnast það sem ég reyndi sjálf eins og t.d. ostakakan sem við fengum að bragða í upphafi. Mín var ekki eins góð, en æfingin skapar meistarann.
Mæli heils hugar með þessum námskeiðum, kennarinn jákvæður og uppbyggjandi.
Published by