Haust námskeið

Það er skemmtileg og fræðandi kvöldstund framundan þar sem við ætlum að búa til næringarríkan mat sem hentar frá morgni til kvölds. Það eru svo margar ástæður fyrir því að næra okkur vel. Maturinn sem við borðum getur haft áhrif á það hvernig okkur líður, hvernig við sofum, hvernig við lítum út og hvað við höfum mikla orku yfir daginn til að takast á við verkefnin sem bíða okkar.

Við leggjum áherslu á fjölbreyttan og næringarríkan mat sem fellur undir þessi skilyrði:
– Einfalt og fljótlegt
– bragðgott
– ekki of dýrt


Matseðillinn fyrir námskeiðið er eftirfarandi:

– Grænn haust þeytingur
– Hafra-chia jógúrt með hnetu-fíkju múslí
– Fræ kex með rauðu og grænu pestói
– Kryddmauk sem einfaldar matargerð frá grunni
– Regnboganúðlur ásamt kínóabollum austurlenskri sósu
– Litríkt kínósalat með klettasalati, granateplakjörnum og ristuðu möndlukurli
– Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
– lakkrískúlur og kryddað kanil latte

(Allt sem gert er á námskeiðinu er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar bæði fyrir þá sem aðhyllast vegan, grænmetisfæði eða Paleo).

Við vinnum á stöðvum og það fara allir á allar stöðvarnar. Það er svo miklu skemmtilegra að malla saman heldur en að horfa á sýnikennslu. Það á eftir að koma þér á óvart hversu einfalt það getur verið að búa sjálfur til ofurhollt frá grunni.

Námskeiðin eru haldin í Spírunni, Garðheimum og verða á eftirfarandi dögum:

Miðvikudagur 3.október  –  kl. 17.00 – 20.00

Miðvikudagur 10.október –  kl. 17.00 – 20.00

Verð: 9900 kr

Skráning hér: https://goo.gl/forms/VpTJFg3XvJ4L1ElQ2

Hjónaafsláttur: annar aðilinn greiðir 50 %
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með foreldrum sínum og greiða 3500 kr.

*Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi

Published by

Leave a Reply