Tómat – basilíku súpa

Það er aðeins farið að kólna og verða heldur hráslagalegt úti svo við höldum okkur í súpu uppskriftunum í bili.  Þessa súpu hef ég gert mjög oft í gegnum tíðina og brá heldur betur í brún þegar ég áttaði mig á því að hún væri ekki hér á síðunni.  Hún er mjög einföld og fljótleg.  Það er sniðugt að bera fram gróft brauð eða hrökkbrauð með pestó með henni en einnig er gott að bera fram harðsoðin egg með henni til að gera máltíðina próteinríkari.

Hráefni:

 • 1 msk hitaþolin steikingarolía
 • 5-6 gulrætur
 • 2 stönglar sellerí
 • 1 lítri vatn
 • 2 grænmetistengingar eða notið soð í staðinn fyrir vatnið (eða hluta af vatninu)
 • 1-2 msk pizzakrydd
 • 2 msk grænt pestó
 • 1 msk kókospálmasykur (má sleppa en gott að setja smá sætu á móti tómötunum)
 • 1 flaska (400 ml) tómat passata
 • væn lúka af basiliku
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Hitið olíu í potti.
 2. Setjið gulrætur og sellerí út í pottinn ásamt pizzakryddinu og leyfið þessu að malla rólega í kryddinu í smástund.
 3. Bætið öllu saman við pottinn og sjóðið í uþb. 10 mín eða þangað til gulræturnar eru orðnar mjúkar.
 4. Þið ráðið hvort þið maukið súpuna eða hafið hana tæra með grænmetisbitunum.  Það er bara smekksatriði.

 

Ef þið þolið mjólkurvörur er hrikalega gott að setja nokkrar matskeiðar af rifnum parmesan út í pottinn.

Verði ykkur að góðu 🙂

 

Published by

Leave a Reply