Gott start í október

Hvernig líst þér á að næra þig extra vel í vetur með því að elda fallegan, litríkan og bragðgóðan mat sem þér líður vel af?

Vantar þig fleiri hugmyndir af meðlæti og millimáli?
Langar þig að elda mat sem viðheldur góðri blóðsykurstjórnun og minnkar sykurlöngun?
Langar þig að öðlast meiri sjálfsöryggi í eldhúsinu?
Langar þig að skipuleggja þig betur í eldhúsinu, nýta afganga og hætta allri matarsóun?

Þetta er ekki neinn kúr sem við erum að fara í, heldur ætlum við einfaldlega að elda alvöru mat, nota mikið af grænmeti, mikið af góðum kryddum og allskonar góðgæti fyrir kroppinn.
En námskeiðið snýst um það að bæta inn góðum venjum, hugmyndum og uppskriftum til frambúðar.

Þú færð sendann innkaupalista og uppskriftahefti áður en við hefjumst handa.
Í hverri viku er lifandi útsending í lokaða FB hópnum sem þið fáið aðgang að og við eldum saman. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna þegar það hentar þér betur. Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 2-3 mánuði eftir að námskeiði lýkur.

Uppskriftirnar innihalda bæði grænmeti, fisk, kjúkling og lambakjöt. Þú aðlagar matarplanið að því hvort þú borðir fisk og kjöt eða ekki. Allar uppskriftirnar í heftinu eru án glútens, mjólkur og sykurs (fyrir utan smá 70 % súkkulaði og smá kókospálamsykur). Þú ræður hvort þú ferð alveg eftir matarskipulaginu eða aðeins að hluta til.


Innifalið í námskeiðisgjaldinu:

– Uppskriftahefti með rúmlega 70 uppskriftum
– Innkaupalisti
– Tölvupóstur á hverjum virkum degi með fræðslu og hvatningu.
– Rafbókin “Súpur, pottréttir og fleira góðgæti”
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
– 5 sýnikennslur sem dreifast yfir 4 vikur.
– Rafrænn fyrirlestur í upphafi og í lok námskeiðis.

Námskeiðið hefst með upphafsspjalli 3.október og lýkur 1.nóvember með lokaspjalli

Sýnikennslurnar verða á þessum tíma en athugið að ef þessir tíma henta ekki er alltaf hægt að horfa seinna, um leið og sýnikennslan er komin inn á FB hópinn er hægt að horfa á hana hvenær sem er.

Sunnudaginn 8.október kl. 12.00-14.00 (undirbúningur fyrir mánuðinn, kínóa, múslí, flatbrauð, nammi ofl.)
Þriðjudagin 10.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 17.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 24.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 31.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)

Námskeiðið kostar 19.900.- En þeir sem bóka snemma frá 20 % afslátt. (bóka þarf í síðasta lagi 25.september)
Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Smelltu hér til að bóka : https://heilsumamman.com/product/gott-start-oktober-2023/

Námskeið haust 2023

Það er allt að komast í rútínu hjá flestum eftir gott sumar. Eins og sumarið er notalegt með öllum sýnum lystisemdum er alltaf ákveðið gott þegar allt er komið í fastari skorður. Yfirleitt leyfum við okkur meira yfir sumarið en þegar fer að hausta viljum við velja hollari kost. En stundum gengur það mis vel, það getur verið vegna þess að þarmaflóran er farin úr jafnvægi og öskri á áframhaldandi sykur og sukk eða bragðlaukarnir okkar eru bara orðnir svo góðu vanir að þeir kalla á áframhaldandi gotterí. Ef þú tengir við þetta sjáumst við vonandi á næsta Gott start námskeiði.

Heilsan okkar ætti ekki að vera átak heldur lífstíll og það er löngu sannað að skyndilausnir hjálpa ekki til. Það ætti að vera takmark hjá okkur öllum að borða almennt næringarríkan mat dagsdaglega þannig að þó að við förum í frí eða erum undir álagi erum við samt innan hins gullna meðalvegar. Námskeiðið Gott start á 4 vikum hefur hjálpað mörg hundruð einstaklingum síðustu 2 árin að bæta við rútínuna sína næringarríkum réttum og góðum venjum í þessum tilgangi. Á því námskeiði erum við ekki að einblína á það sem við viljum borða minna af – heldur fer athyglin öll á það sem við viljum borða meira af. Litríkt grænmeti, nægt prótein og góð grunnnæring. Matur sem er góður fyrir þarmaflóruna og blóðsykurinn.

Næsta Gott start námskeið verður haldið í október, 3.október – 1.nóvember, og hægt er að bóka það hér: https://heilsumamman.com/product/gott-start-oktober-2023/

Smelltu á linkinn til að lesa meira um námskeiðið og athugaðu að þeir sem bóka snemma fá smá afslátt svo ekki missa af því. Í nóvember verður boðið upp á Gott start – framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja áframhaldandi fræðslu og stuðning.

En margir hafa þegar farið í gegnum Gott start prógrammið og langar bara að fá bara smá pepp. Aðrir eru ekki alveg til í svona mikla bindingu; sýnikennslur í hverri viku og póstar á hverjum degi. Kannski er einfaldlega of mikið að gera. Þess vegna er ég mjög spennt fyrir nýjasta námskeiðinu- Gott start eftir sumarið – 3ja vikna áskorun sem hefst 11.september og stendur yfir í þrjár vikur. Áskorunin felst í því að búa til eitthvað næringarríkt á hverjum degi og í hverri viku koma nokkrar nýjar uppskriftir til að velja úr; salat, súpa, grautur, drykkir eða sætindi. Léttir, fljótlegir og einfaldir réttir.

Þetta er ekki nein skyndilausn heldur bara smá spark í rassinn eftir sumarfríið til að halda áfram að næra sig vel í vetur.

Hér er hægt að lesa meira um og bóka sig í áskorunina: https://heilsumamman.com/product/gott-start-eftir-sumarid-3ja-vikna-askorun/

Þeir sem hafa komið áður á Gott start námskeið fá áskorunina á smá afslætti, svo ef þú hefur komið áður en ert ekki inni í áframhalds FB hópnum sendu mér þá línu á messenger eða póst á heilsumamman@gmail.com og þú færð sendan afsláttarkóða til að nýta þér.

Það er svo gott að næra sig vel og nauðsynlegt fyrir alla til þess að líða vel í eigin skinni, hafa næga orku og minnka líkur á lífstílssjúkdómum. Góð næring snýst ekki um kíló og útlit heldur um það að hugsa vel um eina líkamann sem við eigum þannig að hann virki vel og okkur líði vel.

En svo er nú varla hægt að fara í gegnum lífið án sætinda og því verða nammi námskeiðin á sínum stað – en þau verða auglýst síðar.

Ég er þegar farin að bóka fyrirtækja- og hópa nammi námskeið fyrir haustið svo ef það er eitthvað sem þér líst vel á fyrir þinn hóp eða fyrirtæki sendu mér þá línu á heilsumamman@gmail.com eða línu á messenger fyrir verð og lausa daga.

Næringarríkt nammi

Ég hlakka til að hafa þig með á námskeiði í haust.

Hér eru nokkur ummæli þátttakenda eftir Gott start námskeiðin.

Gott start fyrir sumarið

Hvernig líst þér á að næra þig extra vel fyrir sumarið með því að elda fallegan, litríkan og bragðgóðan mat sem þér líður vel af?

Vantar þig fleiri hugmyndir af meðlæti og millimáli?
Langar þig að elda mat sem viðheldur góðri blóðsykurstjórnun og minnkar sykurlöngun?
Langar þig að öðlast meiri sjálfsöryggi í eldhúsinu?
Langar þig að skipuleggja þig betur í eldhúsinu, nýta afganga og hætta allri matarsóun?

Þetta er ekki neinn kúr sem við erum að fara í, heldur ætlum við einfaldlega að elda alvöru mat, nota mikið af grænmeti, mikið af góðum kryddum og allskonar góðgæti fyrir kroppinn.
En námskeiðið snýst um það að bæta inn góðum venjum, hugmyndum og uppskriftum til frambúðar.

Smelltu hér til að skrá þig: https://heilsumamman.com/product/gott-start-mai-2023/

Þú færð sendann innkaupalista og uppskriftahefti áður en við hefjumst handa.
Í hverri viku er lifandi útsending í lokaða FB hópnum sem þið fáið aðgang að og við eldum saman. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna þegar það hentar þér betur. Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 2 mánuði eftir að námskeiði lýkur.

Uppskriftirnar innihalda bæði grænmeti, fisk, kjúkling og lambakjöt. Þú aðlagar matarplanið að því hvort þú borðir fisk og kjöt eða ekki. Allar uppskriftirnar í heftinu eru án glútens, mjólkur og sykurs (fyrir utan smá 70 % súkkulaði og smá kókospálamsykur). Þú ræður hvort þú ferð alveg eftir matarskipulaginu eða aðeins að hluta til.


Innifalið í námskeiðisgjaldinu:

– Uppskriftahefti með rúmlega 70 uppskriftum
– Innkaupalisti
– Tölvupóstur á hverjum virkum degi með fræðslu og hvatningu.
– Rafbókin “Sumarlegar uppskriftir”
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
– 6 sýnikennslur sem dreifast yfir 4 vikur.
– Rafrænn fyrirlestur í upphafi og í lok námskeiðis.

Námskeiðið hefst með upphafsspjalli 2.maí og lýkur 31.maí með lokaspjalli

Sýnikennslurnar verða á þessum tíma en athugið að ef þessir tíma henta ekki er alltaf hægt að horfa seinna, um leið og sýnikennslan er komin inn á FB hópinn er hægt að horfa á hana hvenær sem er.

Sunnudaginn 7.maí kl. 12.00-14.00 (undirbúningur fyrir mánuðinn, kínóa, múslí, flatbrauð, nammi ofl.)
Miðvikudaginn 10.maí kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 16.maí kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Sunnudaginn 21.maí kl. 12.00-14.00 (Búum til ýmislegt sem er gott að eiga til fyrir vikuna)
Þriðjudaginn 30.maí kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)

Þriðjudaginn 23.maí kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)

Námskeiðið kostar 19.900.-
Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hér má sjá ummæli frá þáttakendum á fyrri námskeiðum:

Smelltu hér til að skrá þig: https://heilsumamman.com/product/gott-start-mai-2023/

Það verður gaman að hafa þig með í maí 🙂

Gott start fyrir sumarið

Það er komið að næsta Gott start námskeiði. Þetta verður þriðja námskeiðið á þessu ári. Í janúar og mars var mjög svipaður matseðill þar sem áherslan var öll á svolítið vetrarlegan mat, súpur, pottréttir og fleira í þeim dúr. Að þessu sinni verður áherslan á sumar og sól, sumarlegan mat, góð salöt, gott meðlæti með grillmatnum og góðar hugmyndir fyrir sumarfríið.

Það sem við ætlum að gera í þessar 3 vikur:

Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, kínóa og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu. Öll áherslan á þessu námskeiði er að bæta inn góðum hlutum. Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate.

Hvernig ætlum við að gera þetta ?

Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að nokkrum dögum áður og 3 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessar 3 vikur en einnig ræða sykurþörf, blóðsykur, venjur, heilbrigt samband við mat og hinn gullna meðalveg. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Tvisvar til þrisvar í viku er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Á sunnudeginum fyrir fyrstu vikuna verður undirbúningsdagur þar sem við vinnum okkur aðeins í haginn fyrir vikuna. Hinar sýnikennslurnar eru flestar á kvöldmatartíma en nánari listi yfir sýnikennslurnar koma fljótlega. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn eða næsta dag þegar það hentar þér betur.

Upphafsfyrirlestur verður aðgengilegur frá og með 19. maí, preppdagurinn okkar verður sunnudaginn 22.maí og svo byrjum við mánudaginn 23.maí til og með sunnudagsins 12.júní og að lokum verður loka fyrirlestur þriðjudaginn 14.júní.

Ef þessi tími hentar ekki nógu vel en mig langar mikið að vera með ?

Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 2 mánuði eftir að námskeiði lýkur.

Hvað kostar og hvað er innifalið ?
– Uppskriftahefti með 65 uppskriftum
– Innkaupalisti
– Rafbókin „Sumarlegar uppskriftir”
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.Tölvuóstur á hverjum morgni þessa viku með fróðleik fyrir daginn.
– 7 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir 3 vikur (30-60 mín hvert skipti) en undirbúningsdagurinn mun þó taka 2 klst.

– Að þessu sinni fylgir líka aðgangur að sumarlegu nammi námskeiði miðvikudaginn 15.júní (ef dagur hentar ekki verður hægt að fá upptöku)
– Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.

Námskeiðið kostar 17.800 kr.

Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hvernig skrái ég mig?

Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-i-thrjar-vikur-mai-2022/

Ef þú ert ekki alveg viss um hvort þetta sé fyrir þig geturðu rent yfir hvað þáttakendur á fyrri námskeiðum hafa um námskeiðið að segja:

Betri melting og meiri orka

Leið andlega og líkamlega betur. Maturinn var næringagóður og góður á bragðið.

Notalegur kennari og allt sem gert var eitthvað svo einfalt og þægilegt. Engin pressa með neitt. Leið mjög vel á þessu námskeiði.

Ég er að mestu leyti vegan þannig að ég var ekki að breyta mataræðinu heldur frekar að auka þekkingu mína og færni. Mín bætta líðan er bara að geta og kunna meira, einnig fannst mér mjög mikilvægt að koma mér af stað í að skipuleggja vikuna það hjálpar mér mjög mikið í mínu lífi.

Bætt blóðsykurstjórnun og betri melting. Svo var alveg ótrúlega gaman á námskeiðinu og mikil tilhlökkun á hverjum degi að prófa eitthvað nýtt, hollt og bragðgott.

Jafnari orka, minni sætindaþörf og þörf fyrir kvöldnarti. Maðurinn minn talaði um betri og dýpri svefn

Vera laus við sykurlöngunina, aukin orka

Betri svefngæði, minni bjúgur, almenn líðan mun betri.

Þó ég hafi ekki getað fylgt námskeiðinu alveg og getað gert uppskriftirnar (mun gera þær með tíð og tíma) þá myndi ég segja að bætt líðan hjá mér var í formi meira öryggi og þekkingu í átt að betra matarræði.

Hlakka til að sjá ykkur í sumarfíling á maí námskeiðinu 🙂

Gott start – nú í þrjár vikur

Í mars og maí sló 7 daga námskeiðið í gegn. Það sem það heppnaðist vel og var gaman. Núna er komið að næsta námskeiði en ég er búin að breyta námskeiðinu aðeins. Í stað þess að taka svona maraþon viku á 7 dögum ætlum við að vera saman í 3 vikur og elda litríkan, næringarríkan og bragðgóðan mat. Þetta er ekki hreinsun eða detox, bara alvöru matur og fullt af grænmeti og annarri gleði.

Þetta er ekki hugsað sem einhver skammtímalausn eða “quick-fix” þó námskeiðið væri bara í viku heldur eins og nafnið gefur til kynna er það hugsað sem gott start til að halda áfram. En með því að vera saman í hóp og prófa fullt af nýjum uppskriftum komum við okkur vel af stað með nýjum hugmyndum og nýjum venjum. En það að taka 6 sýnikennslur á einni viku var svolítið mikið, auðvitað frábært að eiga alltaf nægan mat í ísskápnum en ég er mjög spennt að sjá hvernig það mun koma út að vera saman í 3 vikur.

Það verða ekki alveg sömu uppskriftir og í maí, þá vorum við að sigla inn í sumarið með léttari og einfaldari matargerð en nú í haust verður áherslan á góðan haust mat, súpur, pottréttir og fleira gott.

Það sem við ætlum að gera í þessar 3 vikur:

Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Við ætlum að einbeita okkur að mat sem er glúteinlaus, mjólkurlaus og sykurlaus. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, kínóa og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu.

Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate. Eins og áður sagði snýst þetta námskeið mest um að bæta inn góðum hlutum en ekki einblína á það sem við ætlum ekki að borða.

Hvernig ætlum við að gera þetta ?

Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að nokkrum dögum áður og 3 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessa 7 daga en einnig: Hvernig við getum sigrað sykurpúkann? Hvað er hollt ? Munur á grunnnæringu og annari fæðu ? Jafnvægi og heilbrigt samband við mat! og margt fleira. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Tvisvar til þrisvar í viku er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Á sunnudeginum fyrir fyrstu vikuna verður “prepp” dagur þar sem við vinnum okkur aðeins í haginn fyrir vikuna. En hinar útsendingarnar eru til skiptis kvöldmatur, morgunverður og nasl ásamt smá laugardagsnammi. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn þegar það hentar þér betur.

Upphafsfyrirlestur verður aðgengilegur frá og með 16. september, preppdagurinn okkar verður sunnudaginn 19. september og svo byrjum við mánudaginn 20 .sept til og með sunnudagsins 10. október.

Ef þessi tími hentar ekki nógu vel en mig langar mikið að vera með ?

Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í mánuð eftir að námskeiði lýkur.

Hvað kostar og hvað er innifalið ?
– Uppskriftahefti með 65 uppskriftum
– Innkaupalisti
– Rafbókin „Súpur, pottréttir og fleira góðgæti“ (Glæný bók sem kemur út á næstu tveim vikum)
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.Tölvuóstur á hverjum morgni þessa viku með fróðleik fyrir daginn.
– 7 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir 3 vikur (30-60 mín hvert skipti) en preppdagurinn mun þó taka 1,5-2 klst Aðgangur að námskeiðinu

– Að þessu sinni fylgir líka aðgangur að nammi námskeiði (mismunandi dagsetningar í nóvember – verða kynntar síðar)
– Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.

Námskeiðið kostar 17.800 kr.

Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hvernig skrái ég mig?

Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-a-3-vikum/

Fyrir ykkur sem viljið vita meira getið þið haldið áfram að lesa um það hvernig gekk hjá mars og maí- hópnum 🙂

58 % sögðu að námskeiðið hefði staðist væntingar en 36 % að það hefði farið fram úr væntingum. Þetta eru tölur sem mér þykir ekkert smá vænt um 🙂 (6 % mismunurinn sem er er vegna þeirra sem áttu ennþá eftir að fara í gegnum efnum)

100 % sögðust finna fyrir betri líðan á þessum tíma (við erum bara að tala um 7 daga) og hér ætla ég að láta nokkrar umsagnir um líðan þáttakenda fljóta með:

“Sef betur, húðin er mýkri og lundin léttari. Svo gott að finna hvað maturinn nærir mann vel og vatnsdrykkjan skilar sér í bættri meltingu.”

 Td. Bólga úr liðum horfin, mögulega bætt svefngæði og minni höfuðverkur.

“Meiri orka, minni nartþörf”

“Það sem kom mér skemmtilega á óvart var að mér fannst maturinn bragðgóður og einfaldur”

” Engin bjúgur, betri svefn, litið bakflæði, minni liðverkir, engin skyndiþreyta á daginn, engir magaverkir”

“Eftir vikuna hurfu verkir og stirðleiki og sykur þörfin hvarf á fyrsta degi. Orkan margfaldaðist eftir nokkra daga og bjúgurinn hvarf. Svefn varð betri, eiginlega fullkominn”

“Bætt melting”

” Ég er orkumeiri, ekki eins uppþemd og er í miklu betra jafnvægi.”

“Minna þrútin. Meiri orka.”

“mikið betri melting”

” Léttari á mér og á auðveldara með að vakna á morgnana. Hef losnað við bólgur og bjúg.”

“Ég var minna þrútin og bólgin – gekk ótrúlega vel að komast af án mjólkurvara (langaði reyndar stundum í ost) og með bara 2 kaffibolla á dag. Fann ekki fyrir því að vera sykurlaus – upplifði enga löngun í sætt.”

“Ég hafði meira orku, var ánægð með að hafa eldað og borðað vel og upplifði minna cravings”

“Svaf betur, leið betur á allan hátt, bæði líkamlega og andlega. Minni verkir, melting góð og skap betra. Fann ekki fyrir nammi þörf sem kom á óvart. Mjög góður matur og fannst þetta skemmtilegt. Hafði meiri orku og var jákvæðari.”

“Skemmtilegar, litríkar og fjölbreyttar uppskriftir! Engar ýkjur, sem mér finnst mjög jákvætt 🙂 “

” Mér fannst frábært hvað uppskriftirnar hentuðu allri fjölskyldunni.”

“Ég var mjög ánægð, takk innilega!!”

“Bara á allan hátt frábært. Mun mæla með við aðra :)”

Ég hlakka sjálf mikið til að fara aftur í gegnum námskeiðið með næsta hóp enda fullt af nýjum og spennandi uppskriftum og íslenska grænmetis uppskeran í fullum gangi.

Hér er hægt að bóka sæti á námskeiðið: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-a-3-vikum/

Kveðja,

Oddrún

Nýtt 7 daga námskeið

Það er komið að því að endurtaka leikinn frá því í mars og taka saman 7 daga þar sem við brettum upp ermarnar og eldum litríkan, næringarríkan og bragðgóðan mat í heila viku. Þetta er ekki hreinsun eða detox, bara alvöru matur og fullt af grænmeti og annarri gleði.

Þetta er ekki hugsað sem einhver skammtímalausn eða “quick-fix” þó námskeiðið sé bara í viku heldur eins og nafnið gefur til kynna er það hugsað sem gott start til að halda áfram. En með því að vera saman í hóp og prófa fullt af nýjum uppskriftum komum við okkur vel af stað með nýjum hugmyndum og nýjum venjum.

Þetta námskeið var haldið í fyrsta skipti í mars. Ég hef gert nokkrar örlitlar breytingar til að betrumbæta en í grunninn er námskeiðið það sama. Það verða nokkrar nýjar sumarlegar uppskriftir þar sem við erum að sigla inn í sumarið með léttari og einfaldari matargerð.

Það sem við ætlum að gera þessa 7 daga:

Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Við ætlum að einbeita okkur að mat sem er glúteinlaus, mjólkurlaus og sykurlaus. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, kínóa og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu.

Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate og sleppa ávanabindandi drykkjum eins og orkudrykkjum og áfengi. Ég ætla ekki að biðja ykkur um að hætta drekka kaffi en hvet ykkur til þess að drekka max 2 kaffibolla og ekki eftir kl. 13.00 þessa vikuna.

Hvernig ætlum við að gera þetta ?

Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að nokkrum dögum áður og 3 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessa 7 daga en einnig: Hvernig við getum sigrað sykurpúkann? Hvað er hollt ? Munur á grunnnæringu og annari fæðu ? Jafnvægi og heilbrigt samband við mat! og margt fleira. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Á hverjum degi er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Við byrjum á sunnudeginum með smá “prepp” dag þar sem við vinnum okkur aðeins í haginn fyrir vikuna. En hinar útsendingarnar eru til skiptis kvöldmatur, morgunverður og nasl ásamt smá laugardagsnammi. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn þegar það hentar þér betur.

Upphafsfyrirlestur verður aðgengilegur frá og með 27.maí, preppdagurinn verður 30.maí og svo byrjum við mánudaginn 31.maí til og með sunnudagsins 6.júní.

Ef þessi vika hentar alls ekki en mig langar mikið að vera með ?

Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 3-4 vikur eftir að námskeiði lýkur. Þú getur jafnvel byrjar viku síðar og tekið þá viku.

Hvað kostar og hvað er innifalið ?


Uppskriftahefti með 45 uppskriftum
Innkaupalisti
Rafbókin Sumarlegar uppskriftir (kostar 2500 kr í vefverslun)
Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.

Tölvuóstur á hverjum morgni þessa viku með fróðleik fyrir daginn.
6 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir vikuna. (30-60 mín hvert skipti) en preppdagurinn mun þó taka 1,5-2 klst

Aðgangur að námskeiðinu “sumarleg sætindi” sem haldið verður á zoom 9.júní (kostar 4900 kr)
Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.

Námskeiðið kostar 15.800 kr

Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hvernig skrái ég mig?

Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-i-7-daga/

Fyrir ykkur sem viljið vita meira getið þið haldið áfram að lesa um það hvernig gekk hjá mars- hópnum 🙂

Það var frábært hvað gekk vel hjá hópnum í mars. Ég gerði smá könnun í lok námskeiðis og ætla að deila með ykkur niðurstöðunum.

58 % sögðu að námskeiðið hefði staðist væntingar en 36 % að það hefði farið fram úr væntingum. Þetta eru tölur sem mér þykir ekkert smá vænt um 🙂 (6 % mismunurinn sem er er vegna þeirra sem áttu ennþá eftir að fara í gegnum efnum)

100 % sögðust finna fyrir betri líðan á þessum tíma (við erum bara að tala um 7 daga) og hér ætla ég að láta nokkrar umsagnir um líðan þáttakenda fljóta með:

” Engin bjúgur, betri svefn, litið bakflæði, minni liðverkir, engin skyndiþreyta á daginn, engir magaverkir”

“Eftir vikuna hurfu verkir og stirðleiki og sykur þörfin hvarf á fyrsta degi. Orkan margfaldaðist eftir nokkra daga og bjúgurinn hvarf. Svefn varð betri, eiginlega fullkominn”

“Bætt melting”

” Ég er orkumeiri, ekki eins uppþemd og er í miklu betra jafnvægi.”

“Minna þrútin. Meiri orka.”

“mikið betri melting”

” Léttari á mér og á auðveldara með að vakna á morgnana. Hef losnað við bólgur og bjúg.”

“Ég var minna þrútin og bólgin – gekk ótrúlega vel að komast af án mjólkurvara (langaði reyndar stundum í ost) og með bara 2 kaffibolla á dag. Fann ekki fyrir því að vera sykurlaus – upplifði enga löngun í sætt.”

“Ég hafði meira orku, var ánægð með að hafa eldað og borðað vel og upplifði minna cravings”

“Svaf betur, leið betur á allan hátt, bæði líkamlega og andlega. Minni verkir, melting góð og skap betra. Fann ekki fyrir nammi þörf sem kom á óvart. Mjög góður matur og fannst þetta skemmtilegt. Hafði meiri orku og var jákvæðari.”

“Skemmtilegar, litríkar og fjölbreyttar uppskriftir! Engar ýkjur, sem mér finnst mjög jákvætt 🙂 “

” Mér fannst frábært hvað uppskriftirnar hentuðu allri fjölskyldunni.”

“Ég var mjög ánægð, takk innilega!!”

“Bara á allan hátt frábært. Mun mæla með við aðra :)”

Ég hlakka sjálf mikið til að fara aftur í gegnum námskeiðið með næsta hóp enda fullt af nýjum sumarlegum uppskriftum : )

Hér er hægt að bóka sæti á námskeiðið: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-i-7-daga-2/

Kveðja,

Oddrún