Nýtt og spennandi námskeið til að koma sér í gírinn

Lengi hefur mig langað til þess að gera eitthvað meira en að hafa bara námskeið sem er ein kvöldstund. Á þeim 8 árum síðan ég kláraði heilsumarkþjálfanámið mitt og hef haldið sennilega um það bil 250- 300 matreiðslunámskeið hefur safnast upp mikið af reynslu, uppskriftum og þekkingu sem mig hefur langað til að deila til þess að hjálpa fleirum að næra sig og sína vel.

Og loksins er komið að þessu, vikuna 15. – 21. mars er vikan þar sem við ætlum að sigra sykurpúkann saman og stútfylla kroppinn af allskonar næringu. Þetta er ekki hreinsun eða detox, bara alvöru matur og fullt af grænmeti og annarri gleði.

Það sem við ætlum að gera þessa 7 daga:

Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Við ætlum að einbeita okkur að mat sem er glúteinlaus, mjólkurlaus og sykurlaus. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, hirsi og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu.

Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate og sleppa ávanabindandi drykkjum eins og orkudrykkjum og áfengi. Ég ætla ekki að biðja ykkur um að hætta drekka kaffi en hvet ykkur til þess að drekka max 2 kaffibolla og ekki eftir kl. 13.00 þessa vikuna.

Hvernig ætlum við að gera þetta ?

Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að á fimmtudaginn næsta. Á fimmtudaginn, 4 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessa 7 daga en einnig: Hvernig við getum sigrað sykurpúkann? Hvað er hollt ? Hvaða mataræði er best ? Munur á grunnnæringu og annari fæðu ? Jafnvægi og heilbrigt samband við mat! Hvað græðum við á því að borða næringarríkan mat? og margt fleira. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti á fimmtudaginn til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Á hverjum degi er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Þetta er til skiptis kvöldmatur, morgunverður og nasl og um helgina búum við til geggjaða Tíramísú “ís” tertu ásamt smá laugardagsnammi. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn þegar það hentar þér betur.

Ef þessi vika hentar alls ekki en mig langar mikið að vera með ?

Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 3 vikur eftir að námskeiði lýkur. Þú getur jafnvel byrjar viku síðar og tekið þá viku.

Hvað kostar og hvað er innifalið ?


Uppskriftahefti með að minnsta kosti 30 uppskriftum
Innkaupalisti
Rafbókin Sumarlegar uppskriftir (kostar 2500 kr í vefverslun)
Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
6 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir vikuna. Um það bil 1 klst hvert skipti.

Aðgangur að nammi námskeiði sem haldið er 24.mars (kostar 4900 kr)
Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.

Námskeiðið kostar 11.800 kr – það er með 25 % kynningarafslætti þar sem þetta er fyrsta námskeiðið af þessari tegund.

En athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hvernig skrái ég mig?

Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-i-7-daga/

Hér er smá sýnishorn af þeim mat sem við ætlum að búa til og njóta í vikunni:

Kanil latte

Mig langar að deila með ykkur einni uppáhalds uppskrift. Ég hef reglulega búið mér til svona drykki síðustu 2-3 árin. Þegar ég hef tekið kaffilaus tímabil kemur þessi drykkur sterkur inn. Kanil latte er fjarskyld frænka kaffisins og kemur óvart hvað það leysir kaffið vel af. Ég tók 12 kaffilausa daga og það kom skemmtilega á óvart hvað ég svaf betur og annað sem ég fann var að mér fannst ég skýrari í hausnum. En ég drekk nú ekki mikið kaffi, 2 bolla á dag og mest 3 ef þannig stendur á. Þetta kom mér á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég fékk mér svo kaffi um helgina, sitthvorn bollan á laugardag og sunnudag en svo tók kanil latte drykkurinn við virku dagana. Spurning hversu lengi ég get haldið þessu ? Kaffið er jú mjög ávanabindandi og auðvelt að “falla” aftur 😉

En hvort sem þið viljið taka kaffi pásu eða drekka minna kaffi eða kannski drekkið þið bara ekki kaffi yfirhöfuð þá er þessi drykkur algert æði 🙂

Innihald:

Te – gott te ég nota oft sweet chai eða Classic frá Yogi tea – látið standa í 7 mín

1 msk collagen (val)

1 tsk möndlusmjör

1 tsk kakósmjör

1/2 tsk kanill Ceylon

1/4 tsk negull en líka gott að nota Allra handa ef þið eigið það til

Örlítið cayenne pipar og salt (aðeins til að kveikja í manni á morgnana)

Aðferð:

Þegar teið hefur staðið í 7-8 mínútur setjið þið allt í blandarann og blandið vel í 30-40 sek.

Hellið í fallegan bolla (nauðsynlegt) og njótið

Nokkur atriði um innihaldsefnin:

Kanill og negull hafa heilmikil góð áhrif á kroppinn en passið það nota Ceylon kanil en ekki þennan venjulega. Þessi venjulegi er ekki góður í miklu magni og hægt að lesa um það hér!

Kanill hefur líka góð áhrif á sykurlöngun og því sniðugt að fá sér drykkinn seinnipartinn ef sykurlöngin kemur yfir ykkur.

Kakósmjörinu bætti ég við eftir að ég lærði það hjá Ásdísi grasalækni hversu góð fitan í kakósmjörinu er fyrir hormónakerfið og það er jú eitthvað sem við viljum hafa í lagi 🙂

Cayenne piparinn er í uppskriftinni þar sem hann gefur drykknum ákveðið “kick” en Cayenne pipar er talin hafa góð áhrif á meltinguna og getur aukið brennsluna.

Collagen hefur góð áhrif á bein, stoðkerfi, neglur, hár, meltingu og fleira. Collagen er prótein svo með því að bæta því við drykkinn er hann orðin próteinríkur.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Jæja, þá er komið nýtt ár, nýtt tímabil og ný tækifæri og síðast en ekki síst ný námskeið.

Nú er komið nýtt fyrirkomulag hér á síðunni varðandi námskeiðin en það er gengið frá skráningu á námskeiðið með því að versla námskeið í vefverslun. Nú þarf ekki lengur að millifæra heldur er hægt að greiða bæði með debet og kreditkortum. Nú er líka hægt að kaupa gjafakort ef ykkur vantar skemmtilega gjöf handa vini eða vinkonu 🙂

Það eru komnar 2 dagsetningar af nammi námskeiðum og 2 dagsetningar fyrir morgunmat og millimála námskeið sem er að mínu mati hálfgert namminámskeið því það er svo júffengt. Það er einstaklega krakkavænt og því kjörið að eiga skemmtilega stund saman í eldhúsinu með börnum, barnabörnum eða frænkum og frændum. Kosturinn við rafrænu námskeiðin er klárlega það að ekki þarf að greiða aukalega þó börn eða maki sé með á námskeiðinu.

Einnig er í skipulagningu skemmtilegt 7 daga námskeið sem ég er mjög spennt að segja ykkur frá. Það má segja að við tökum brot af því besta af öllum námskeiðum fyrr og síðar og dreifum því niður á 7 daga. Það er gott að ætla sér 30-60 mín í eldhúsinu á dag þá vikuna. Þetta er ekki hreinsun, detox eða vika sem mun breyta lífi ykkar…heldur aðeins virkilega gott start til að koma sér í gang og bæta inn góðum venjum og nokkrum góðum uppskriftum í rútínuna. Dagsetningar fyrir þetta námskeið munu koma í ljós mjög fljótlega 🙂

Til að bóka námskeið farið þið yfir í vefverslun eða smellið hér

Eftirréttir – úr næringarríkum hráefnum

Á fimmtudaginn verður nýtt námskeið á dagskrá sem ég er alveg ótrúlega spennt yfir. Síðustu vikurnar hef ég legið yfir og masterað eftirrétti og ís. Það er búið að vera skemmtilegt og bragðgott verkefni og ég hlakka mikið til að deila útkomunni á fimmtudaginn.

Það er ennþá hægt að skrá sig á námskeiðið og hér er linkurinn til þess: https://forms.gle/7uLzstzqoQwQ8jqC9

Hér eru allar upplýsingar um námskeiðið:

Eftirréttir úr næringarríkum hráefnum… 3.des kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Matseðillinn:
Tíramísú terta (hægt að gera súkkulaði ef þú ert elskar ekki kaffi)
Marmarabitar (hægt að gera vanillu og súkkulaði eða lakkrís og súkkulaði)
ÍS – val um að gera súkkulaði eða vanillu
Snickers bitar

Námskeiðinu fylgja uppskriftir af fleiri eftiréttum sem þið getið dúllast við heima.
Við förum yfir hráefnin, trixin og hvernig þið getum breytt og bætt til að fullkomna ykkar útgáfu.

Námskeiðin kosta öll 4900 kr skiptið.

Ef 2 eða fleiri námskeið eru bókuð og borguð saman gef ég ykkur 15 % afslátt eða 4165 kr pr. námskeið. (það er eitt nammi námskeið eftir, 9.desember)

Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka. Sendið mér tölvupóst á heilsumamman@gmail.com til að fá afrit af kvittun.

Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti. Þú færð svo sendan zoom link og leiðbeingar varðandi zoom.

Það fylgja því margir kostir að vera á matreiðslunámskeiði heima hjá sér.

# Þú þarft ekki að fara út úr húsi (t.d. ef veðrið er vont).
# Þú þarft ekki endilega að redda barnapössun.
# Þú getur boðið maka og/eða börnum að vera með þér í eldhúsinu án þess að borga aukalega.
# Þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að búa til FULLT af mat sem þú átt sjálf(ur) til að njóta.
# Þú ert komin í gang í þínu eigin eldhúsi og því auðveldara að halda áfram næstu daga.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Sjáumst 🙂

Ný sumarleg rafræn uppskriftarbók

Undanfarið hef ég unnið hörðum höndum að því að græja sumarlega matreiðslubók (rafræna). Hún er hér með komin í sölu fyrir ykkur að njóta 🌱

45 uppskriftir til að nota frá morgni til kvölds. Morgunmatur og millimál, léttir réttir, salöt og sósur ásamt sumarlegum sætindum.

Þetta eru brot af bestu uppskriftunum sem ég hef verið með á námskeiðunum undanfarið.

Allt glúteinlaust, mjólkurlaust, nánast algerlega sykurlaust (smá kókospálmasykur og hlynsýróp í einstaka eftirrétt) og engin dýraprótein í uppskriftunum (en þið getið auðvitað alltaf bætt þeim við).

Bókin kostar 2500 kr en ég ætla að bjóða ykkur 40 % afslátt næstu 2 vikurnar með kóðanum “SUMAR” og kostar hún því 1500 kr.

Njótið sumarsins kæru vinir ☀️

https://heilsumamman.teachable.com/p/sumarlegir-rettir-rafb…

Vor námskeið 2020

Nú er akkúrat tíminn til að næra sig vel og borða hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft.  Langar ekki öllum að vera svolítið frísklegir í sumar ? Hvernig væri að skella sér á matreiðslunámskeið og læra einföld trix í eldhúsinu. Allt sem við búum til er næringarríkt, einfalt og bragðgott.

Þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á matreiðslunámskeið núna aðlögum okkur bara að breyttum aðstæðum og komum með matreiðslunámskeiðið heim til þín. Þú færð sendan innkaupalista og undirbúningsplan, uppskriftahefti og hittumst svo í gegnum Zoom forritið og eldum saman. (Þú færð líka leiðbeiningar varðandi zoom forritið).

Allir verða í sínu eldhúsi, með sínar græjur og þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að fylla ísskápinn af allskyns góðgæti sem þú getur notið næstu daga.

Það verða nokkur mismunandi námskeið næstu vikurnar en aðeins eitt verð 4900 kr og þú getur boðið makanum eða börnunum að vera með þér á námskeiðnu (fer auðvitað eftir plássi hjá þér hversu margir geta stússast á sama tíma).


Þetta eru næstu námskeið:  

Morgunmatur og millimál – 22.apríl kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)
Ath. 20 % afsláttur af þessu námskeiði þar sem það er fyrsta námskeiðið með þessu sniði !!

Á matseðlinum verður meðal annars:

  • Frækex og pesó
  • Múslí – hnetumúslí og súkkulaðimúslí
  • Möndlumjólk og morgungrautur
  • Rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
  • Næringarríkar nammikúlur

Sumarleg sætindi – 13.maí kl. 18.00-20.00 (miðvikudagur)
– 4.júní kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Á matseðlinum verður meðal annars:

• Límónu-hindberja “ís” kaka
• Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
• Ávextir með hnetumylsnu og karamellusósu
• Brjálæðislega góður berjaís með súkkulaðisósu
• Orkubitar í ferðalögin
• Sumarlegar sítrónukúlur

 

 

Sumarleg salöt, meðlæti og sósur  – 27.maí kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)

Nýtt og spennandi námskeið.  Hérna munum við búa til allskonar meðlæti, sósur og salöt til að gera grillmatinn í sumar enn girnilegri og bragðmeiri.

Til dæmis:

  • Fallega rauðrófusalatið
  • Litríkt hirsi salat frá Mið-austurlöndum
  • Ristuð  fræblanda
  • Bakaðar paprikur
  • Romesco sósa
  • Chili “mayjo” sósa
  • Kimchi
  • Sumarleg grænmetisnúðluskál

Skráning á námskeiðin hér: https://forms.gle/1W65LLJQ2VkiCDBf6

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Þetta er mikil breyting frá því að hittast saman í Heilsuborginni en ef tæknin bregst þér og þú nærð ekki að fylgjast almennilega með námskeiðinu færðu námskeiðisgjaldið að sjálfsögðu endurgreitt.

Ath. þrátt fyrir það að námskeiðið sé haldið í gegnum fjarfundabúnað er takmarkað hversu margir komast á hvert námskeið.

Hægt að er sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Hlakka mjög mikið til að sjá ykkur og malla með ykkur 🙂

Kveðja,