Þessar kúlur slóu í gegn á nammi námskeiðunum í nóvember. Ég ákvað að vera með í lakkrís pipar nammi æðinu sem herjar á landann og hér kemur bráðholl útgáfa. Ég nota lakkrísrótina frá Johan Bulow sem fæst í Epal og magnið í uppskriftinni er miðað við það.
25 stk – frekar lítlar kúlur
Hráefni:
- 1,5 dl pekan hnetur
- 1,5 dl döðlur
- 1 dl kókosmjöl
- örlítið hreint vanilluduft
- 1 msk kakóduft
- örlítið sjávarsalt
- 2 msk vatn –ef þið notið þurrkaðar döðlur
- 2,5-3 msk lakkrísduft (þetta er ekki prentvilla, við viljum hafa alvöru lakkrís pipar bragð)
Aðferð:
- Setjið allt innihaldið í matvinnsluvél og malið.
- Ef matvinnsluvélin er ekki kraftmikil er gott að setja döðlurnar smátt og smátt saman við.
- Bætið við örlitlu vatni ef deigið er of þurrt. (Þarf ekki ef þið notið mjúkar döðlur. )
- Mótið kúlur og veltið upp úr t.d. kakói eða kókosmjöli.
Þetta er lakkrís duftið sem ég nota, það fæst hjá Epal og einnig í Gló.
Þetta lakkrísduft er í algeru uppáhaldi hjá mér. Lakkrís pipar popp, lakkrís pipar karamellunammi, ristaðar hnetur með lakkrísdufti, nefndu það bara, það verður allt betra með smá svona lakkrísdufti 😉
Published by