NÆSTU NÁMSKEIÐ

Jæja, þá er komið nýtt ár, nýtt tímabil og ný tækifæri og síðast en ekki síst ný námskeið.

Nú er komið nýtt fyrirkomulag hér á síðunni varðandi námskeiðin en það er gengið frá skráningu á námskeiðið með því að versla námskeið í vefverslun. Nú þarf ekki lengur að millifæra heldur er hægt að greiða bæði með debet og kreditkortum. Nú er líka hægt að kaupa gjafakort ef ykkur vantar skemmtilega gjöf handa vini eða vinkonu 🙂

Það eru komnar 2 dagsetningar af nammi námskeiðum og 2 dagsetningar fyrir morgunmat og millimála námskeið sem er að mínu mati hálfgert namminámskeið því það er svo júffengt. Það er einstaklega krakkavænt og því kjörið að eiga skemmtilega stund saman í eldhúsinu með börnum, barnabörnum eða frænkum og frændum. Kosturinn við rafrænu námskeiðin er klárlega það að ekki þarf að greiða aukalega þó börn eða maki sé með á námskeiðinu.

Einnig er í skipulagningu skemmtilegt 7 daga námskeið sem ég er mjög spennt að segja ykkur frá. Það má segja að við tökum brot af því besta af öllum námskeiðum fyrr og síðar og dreifum því niður á 7 daga. Það er gott að ætla sér 30-60 mín í eldhúsinu á dag þá vikuna. Þetta er ekki hreinsun, detox eða vika sem mun breyta lífi ykkar…heldur aðeins virkilega gott start til að koma sér í gang og bæta inn góðum venjum og nokkrum góðum uppskriftum í rútínuna. Dagsetningar fyrir þetta námskeið munu koma í ljós mjög fljótlega 🙂

Til að bóka námskeið farið þið yfir í vefverslun eða smellið hér

Eftirréttir – úr næringarríkum hráefnum

Á fimmtudaginn verður nýtt námskeið á dagskrá sem ég er alveg ótrúlega spennt yfir. Síðustu vikurnar hef ég legið yfir og masterað eftirrétti og ís. Það er búið að vera skemmtilegt og bragðgott verkefni og ég hlakka mikið til að deila útkomunni á fimmtudaginn.

Það er ennþá hægt að skrá sig á námskeiðið og hér er linkurinn til þess: https://forms.gle/7uLzstzqoQwQ8jqC9

Hér eru allar upplýsingar um námskeiðið:

Eftirréttir úr næringarríkum hráefnum… 3.des kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Matseðillinn:
Tíramísú terta (hægt að gera súkkulaði ef þú ert elskar ekki kaffi)
Marmarabitar (hægt að gera vanillu og súkkulaði eða lakkrís og súkkulaði)
ÍS – val um að gera súkkulaði eða vanillu
Snickers bitar

Námskeiðinu fylgja uppskriftir af fleiri eftiréttum sem þið getið dúllast við heima.
Við förum yfir hráefnin, trixin og hvernig þið getum breytt og bætt til að fullkomna ykkar útgáfu.

Námskeiðin kosta öll 4900 kr skiptið.

Ef 2 eða fleiri námskeið eru bókuð og borguð saman gef ég ykkur 15 % afslátt eða 4165 kr pr. námskeið. (það er eitt nammi námskeið eftir, 9.desember)

Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka. Sendið mér tölvupóst á heilsumamman@gmail.com til að fá afrit af kvittun.

Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti. Þú færð svo sendan zoom link og leiðbeingar varðandi zoom.

Það fylgja því margir kostir að vera á matreiðslunámskeiði heima hjá sér.

# Þú þarft ekki að fara út úr húsi (t.d. ef veðrið er vont).
# Þú þarft ekki endilega að redda barnapössun.
# Þú getur boðið maka og/eða börnum að vera með þér í eldhúsinu án þess að borga aukalega.
# Þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að búa til FULLT af mat sem þú átt sjálf(ur) til að njóta.
# Þú ert komin í gang í þínu eigin eldhúsi og því auðveldara að halda áfram næstu daga.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Sjáumst 🙂

Fljótlegt morgunmúslí

Hér kemur mjög fljótleg og einföld uppskrift sem ég hvet ykkur til að prufa ef þið eruð ekki vön að búa til ykkar eigið múslí.  Oft leynist mikill sykur í keyptu múslíi þó það sé ekki algilt.  Það er mjög fljótlegt að búa til múslí og gaman að þróa sínar eigin uppáhaldsblöndur.  Oft blanda ég saman hráefnunum þegar ég er að elda kvöldmatinn eða eftir kvöldmat og sting inn í ofninn meðan hann er ennþá heitur.   Þetta er vinsælt á mínu heimili og því geri ég oft tvöfalda uppskrift.   Þegar ég vil svo dekra extra mikið við börnin bý ég til súkkulaðimúslí með ekta súkkulaði en uppskriftin af því er í sumar uppskriftabókinni.  Hver veit nema ég deili þeirri uppskrift fljótlega 😉

Ef ykkur langar í fleiri hugmyndir af morgunverði og millimáli eða vantar bara að drífa ykkur af stað verður matreiðslunámskeið í næstu viku (þar sem við nota bene búum til súkkulaðimúslí með ekta súkkulaði ;).  Allt um það hér: https://heilsumamman.com/2020/09/22/haust-namskeid-2020/

Okkur þykir gott að setja múslí út á þykkan smoothie en einnig er það notað út á Gríska jógúrt, hreina Örnu Ab mjólk eða jafnvel út á morgungrautinn.

Hráefni: 

 • 2 dl grófar hafraflögur
 • 1,5 dl saxaðar möndlur (hér má sleppa möndlum og setja meira af höfrum og fræjum í staðinn)
 • 1,5 dl sólblómafræ eða önnur fræ að eigin vali
 • 1,5 dl kókosflögur (fara síðar á plötuna)
 • 1/2-1 dl þurrkaðir ávextir að eigin vali t.d. rúsínur, fíkjur eða trönuber
 • 4 msk kókosolía eða önnur góð hitaþolin olía
 • 2-3 msk hunang eða kókospálmasykur (má sleppa og hafa alveg ósætt)
 • örlítið salt

Aðferð: 

 1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og grófmalið eða saxið með hníf.
 2. Hitið olíuna ef hún er í föstu formi.  Ef þið ætlið að nota kókospálmasykurinn í stað þess að nota hunang er gott að bræða hann aðeins í olíunni.
 3. Blandið öllum þurrefnunum saman nema kókosflögum og þurrkuðu ávöxtunum í skál, hellið olíunni yfir ásamt hunanginu (eða kókospálmasykrinum) og blandið vel saman.
 4. Setjið í ofnskúffu og bakið í 20-25 mín við 150°c. Það er gott að velta múslíblöndunni fram og tilbaka 2x  á bökunartímanum með spaða svo hún brenni ekki.
 5. Þegar 5 mín eru eftir af tímanum bætið þið kókosflögunum og þurrkuðu ávöxtunum saman við.
 6. Takið ofnskúffuna út úr ofninum og leyfið blöndunni að kólna.
 7. Geymið í loftþéttu íláti.

Verði ykkur að góðu,

Bláberjadraumur

Ef þið elskið að fara í berjamó eins og ég eigið þið væntanlega nokkur box í frysti fyrir veturinn eins og ég.  Berjaspretta var töluvert betri en síðustu ár og ég naut þess í botn að tína ber.

Ég nota þau svo yfir veturinn í allskonar þeytinga og út á morgungrautinn.  En um síðustu helgi gerði ég köku sem okkur fjölskyldunni fannst mjög góð og mig langaði að deila með ykkur.

Þið getið að sjálfsögðu notað sólber, epli, rabbarbara eða eitthvað annað í staðinn fyrir bláber 🙂

 

 

Hráefni: 

 • 8 dl bláber
 • 1-2 msk kókospálmasykur
 • safi úr 1 sítrónu
 • 2,5 dl haframjöl
 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 1,5 dl smátt saxaðar möndlur
 • 1,5 dl kókosflögur
 • 75 g smjör eða kókosolía (fyrir mjólkurlausa útgáfu)
 • 50 g kókospálmasykur
 • 1 tsk vanilludropar

 

Aðferð: 

 1. Hitið ofninn í 180°
 2. Takið bláber úr frysti og setjið í eldfast mót (þið þurfið ekki að þýða bláberinn).  Stráið 1-2 msk af kókospálmasykri yfir bláberinn og kreystið safa úr hálfri sítrónu.
 3. Setjið  smjör, kókospálmasykur og vanilludropa í pott og bræðið saman.  Það er ekki víst að sykurinn bráðni alveg en við viljum a.m.k. fá fína karamellulykt í loftið.
 4. Setjið haframjöl, möndlumjöl, smátt saxaðar möndlur og kókosflögur í skál og blandið saman.
 5. Blandið að lokum smjörblöndunni saman við þurra hráefnið og setjið yfir bláberin.
 6. Setjið mótið inn í ofn og bakið í  30 mín.
 7. Berið fram með þeyttum rjóma, kókosrjóma eða jafnvel vanilluís.

 

 • Ef þið notið glúteinlausa  hafra er þessi uppskrift glúteinlaus.
 • Ef þið notið kókosolíu í staðinn fyrir smjör er hún vegan.

Verði ykkur að góðu

Kveðja,

Haust námskeið 2020

Núna er akkúrat tíminn til að næra sig vel og borða hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft. Þessi covid tíð tekur á marga og gott að nýta gott og næringarríkt mataræði til að halda bæði líkamlegu og andlegu heilsunni í góðu jafnvægi.  Hvernig væri að skella sér á matreiðslunámskeið og læra einföld trix í eldhúsinu ?  Allt sem við búum til er næringarríkt, einfalt og bragðgott.

Í vor aðlagaði ég mig breyttum aðstæðum og var með matreiðslunámskeiðin rafræn.  Það gekk svona ljómandi vel og allir mjög ánægðir.  Ég held því áfram að koma með námskeiðið heim í eldhús til þín.   Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti.  Þú færð svo sendan zoom link og leiðbeingar varðandi zoom ef þú ert ekki vön/vanur að nota það.  Sumir voru pínu óöruggir í fyrstu þar sem þetta var alveg nýtt fyrir suma en þetta gekk allt saman alveg ótrúlega vel.  Zoom kostar ekki neitt og er mjög notendavænt.

Það fylgja því margir kostir að vera á matreiðslunámskeiði heima hjá sér.

 • Þú þarft ekki að fara út úr húsi (t.d. ef veðrið er vont).
 • Þú þarft ekki endilega að redda barnapössun.
 • Þú getur boðið maka og/eða börnum að vera með þér í eldhúsinu án þess að borga aukalega.
 • Þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að búa til FULLT af mat sem þú átt sjálf(ur) til að njóta.
 • Þú ert komin í gang í þínu eigin eldhúsi og því auðveldara að halda áfram næstu daga.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Þetta eru næstu námskeið:  

Morgunmatur og millimál – 7.október  kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)

Á matseðlinum verður meðal annars:

 • Frækex og pesó
 • Múslí 2 gerðir- hnetumúslí og súkkulaðimúslí
 • Möndlumjólk og morgungrautur
 • Rauðrófudrykkur sem kemur á óvart / Grænn og vænn
 • Næringarríkar nammikúlur

 

Kvöldmatur sem bragð er af   – 20.október Kl. 18.00-21.00 (þriðjudagur)

Þetta námskeið ætti að henta öllum sem vilja borða meira frá grunni. Læra einfalda grænmetisrétti og fyrir þá sem vilja bara borða kjöt eru þetta frábær meðlæti og sósur sem passa með fiski, kjöti og kjúklingi.

Matseðilinn er svohljóðandi:

 • Hirsi/ Kínóa
 • Austurlenskar grænmetisbollur með masala sósu
 • Kryddmauk sem einfaldar alla eldamennsku
 • Einfaldur pönnuréttur á korteri
 • Ristað frækurl
 • Chilli mæjó / Saffransósan
 • Ofnbakað grænmeti

(Við gerum ráð fyrir því að taka hlé og borða það sem við búum til í kvöldmat.)

Næringarríkt nammi – 4.nóvember kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)
– 19.nóvember kl. 18.00-21.00 (fimmtudagur)

Þetta er gamla góða konfektnámskeiðið sem er búið að vera mjög vinsælt í nokkur ár, ef þú hefur komið áður ertu samt sem áður velkomin því þú ert að fara framleiða nammi í eigin eldhúsi – hversu næs að byrgja sig upp ? 🙂

 • Gráfíkjukonfekt
 • Hnetukúlur / lakkrískúlur
 • Karamellukökubitar
 • Karamellukubbar
 • Súkkulaðiplata eftir eigin höfði

Næringarríkar tertur, ís og eftirréttir – Nýtt námskeið 

3.des kl. 18.00-21.00 (fimmtudagur)

Matseðillinn er ekki alveg tilbúin, er í þróun þessa stundina en ég lofa að þetta verður alger veisla.

 

Skráning á námskeiðin er hér: https://forms.gle/7uLzstzqoQwQ8jqC9

Námskeiðin kosta öll 4900 kr skiptið.

Ef 2 eða fleiri námskeið eru bókuð og borguð saman gef ég ykkur 15 % afslátt eða 4165 kr pr. námskeið.

Margir vilja meina að námskeiðin séu alltof ódýr enda meira en helmingi ódýrari en þau voru fyrir covid en ég lít svo á að ég vil að allir geti leyft sér að koma.   Þegar námskeiðin eru rafræn slepp ég við að borga leigu, aðstoðarmanneskju, hráefni og útprentun og ég vil leyfa ykkur að njóta þess. 

Athugið að hægt er að sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Hlakka mjög mikið til að sjá ykkur og malla með ykkur 🙂

Kveðja,

 

 

 

Ný sumarleg rafræn uppskriftarbók

Undanfarið hef ég unnið hörðum höndum að því að græja sumarlega matreiðslubók (rafræna). Hún er hér með komin í sölu fyrir ykkur að njóta 🌱

45 uppskriftir til að nota frá morgni til kvölds. Morgunmatur og millimál, léttir réttir, salöt og sósur ásamt sumarlegum sætindum.

Þetta eru brot af bestu uppskriftunum sem ég hef verið með á námskeiðunum undanfarið.

Allt glúteinlaust, mjólkurlaust, nánast algerlega sykurlaust (smá kókospálmasykur og hlynsýróp í einstaka eftirrétt) og engin dýraprótein í uppskriftunum (en þið getið auðvitað alltaf bætt þeim við).

Bókin kostar 2500 kr en ég ætla að bjóða ykkur 40 % afslátt næstu 2 vikurnar með kóðanum “SUMAR” og kostar hún því 1500 kr.

Njótið sumarsins kæru vinir ☀️

https://heilsumamman.teachable.com/p/sumarlegir-rettir-rafb…