Jæja, þá er komið nýtt ár, nýtt tímabil og ný tækifæri og síðast en ekki síst ný námskeið.
Nú er komið nýtt fyrirkomulag hér á síðunni varðandi námskeiðin en það er gengið frá skráningu á námskeiðið með því að versla námskeið í vefverslun. Nú þarf ekki lengur að millifæra heldur er hægt að greiða bæði með debet og kreditkortum. Nú er líka hægt að kaupa gjafakort ef ykkur vantar skemmtilega gjöf handa vini eða vinkonu 🙂
Það eru komnar 2 dagsetningar af nammi námskeiðum og 2 dagsetningar fyrir morgunmat og millimála námskeið sem er að mínu mati hálfgert namminámskeið því það er svo júffengt. Það er einstaklega krakkavænt og því kjörið að eiga skemmtilega stund saman í eldhúsinu með börnum, barnabörnum eða frænkum og frændum. Kosturinn við rafrænu námskeiðin er klárlega það að ekki þarf að greiða aukalega þó börn eða maki sé með á námskeiðinu.


Einnig er í skipulagningu skemmtilegt 7 daga námskeið sem ég er mjög spennt að segja ykkur frá. Það má segja að við tökum brot af því besta af öllum námskeiðum fyrr og síðar og dreifum því niður á 7 daga. Það er gott að ætla sér 30-60 mín í eldhúsinu á dag þá vikuna. Þetta er ekki hreinsun, detox eða vika sem mun breyta lífi ykkar…heldur aðeins virkilega gott start til að koma sér í gang og bæta inn góðum venjum og nokkrum góðum uppskriftum í rútínuna. Dagsetningar fyrir þetta námskeið munu koma í ljós mjög fljótlega 🙂
Til að bóka námskeið farið þið yfir í vefverslun eða smellið hér