Sumarlegt nesti og nammi

Jæja, þá er komið að síðasta námskeiðinu fyrir sumarið.

Að þessu sinni verðum við Margrét Leifsdóttir saman og búum til með ykkur sumarlegt nesti og nammi fyrir útilegurnar, ferðalögin, fjallgöngurnar og sportið.

Það er svo gott að geta búið til bragðgott nesti sem er líka næringarríkt.

Það sem er á dagskránni er til dæmis:

 • Múslí og súkkulaðimúslí
 • Ferðablandan
 • Kökudeigskúlur
 • Próteinkúlur
 • Súkkulaðikakaka sem ekki þarf að baka
 • Súkkulaðimúslíklattar og hnetuklattar
 • Múslístöng

Þetta verður semsagt alger veisla.

Námskeiðið verður á Zoom sem þýðir að allir eru í sínu eldhúsi og þegar námskeiðið er búið eigið þið til allt góðgætið til að gæða ykkur á.

Námskeiðið verður þriðjudaginn 16.júní kl. 18.00-21.00

Verð  4900 kr

Skráning hér: https://forms.gle/Q8816gXZVLJgRvTq8

 

 

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Kveðja,

Oddrún

 

 

 

 

 

Vor námskeið 2020

Nú er akkúrat tíminn til að næra sig vel og borða hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft.  Langar ekki öllum að vera svolítið frísklegir í sumar ? Hvernig væri að skella sér á matreiðslunámskeið og læra einföld trix í eldhúsinu. Allt sem við búum til er næringarríkt, einfalt og bragðgott.

Þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á matreiðslunámskeið núna aðlögum okkur bara að breyttum aðstæðum og komum með matreiðslunámskeiðið heim til þín. Þú færð sendan innkaupalista og undirbúningsplan, uppskriftahefti og hittumst svo í gegnum Zoom forritið og eldum saman. (Þú færð líka leiðbeiningar varðandi zoom forritið).

Allir verða í sínu eldhúsi, með sínar græjur og þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að fylla ísskápinn af allskyns góðgæti sem þú getur notið næstu daga.

Það verða nokkur mismunandi námskeið næstu vikurnar en aðeins eitt verð 4900 kr og þú getur boðið makanum eða börnunum að vera með þér á námskeiðnu (fer auðvitað eftir plássi hjá þér hversu margir geta stússast á sama tíma).


Þetta eru næstu námskeið:  

Morgunmatur og millimál – 22.apríl kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)
Ath. 20 % afsláttur af þessu námskeiði þar sem það er fyrsta námskeiðið með þessu sniði !!

Á matseðlinum verður meðal annars:

 • Frækex og pesó
 • Múslí – hnetumúslí og súkkulaðimúslí
 • Möndlumjólk og morgungrautur
 • Rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
 • Næringarríkar nammikúlur

Sumarleg sætindi – 13.maí kl. 18.00-20.00 (miðvikudagur)
– 4.júní kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Á matseðlinum verður meðal annars:

• Límónu-hindberja “ís” kaka
• Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
• Ávextir með hnetumylsnu og karamellusósu
• Brjálæðislega góður berjaís með súkkulaðisósu
• Orkubitar í ferðalögin
• Sumarlegar sítrónukúlur

 

 

Sumarleg salöt, meðlæti og sósur  – 27.maí kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)

Nýtt og spennandi námskeið.  Hérna munum við búa til allskonar meðlæti, sósur og salöt til að gera grillmatinn í sumar enn girnilegri og bragðmeiri.

Til dæmis:

 • Fallega rauðrófusalatið
 • Litríkt hirsi salat frá Mið-austurlöndum
 • Ristuð  fræblanda
 • Bakaðar paprikur
 • Romesco sósa
 • Chili „mayjo“ sósa
 • Kimchi
 • Sumarleg grænmetisnúðluskál

Skráning á námskeiðin hér: https://forms.gle/1W65LLJQ2VkiCDBf6

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Þetta er mikil breyting frá því að hittast saman í Heilsuborginni en ef tæknin bregst þér og þú nærð ekki að fylgjast almennilega með námskeiðinu færðu námskeiðisgjaldið að sjálfsögðu endurgreitt.

Ath. þrátt fyrir það að námskeiðið sé haldið í gegnum fjarfundabúnað er takmarkað hversu margir komast á hvert námskeið.

Hægt að er sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Hlakka mjög mikið til að sjá ykkur og malla með ykkur 🙂

Kveðja,

 

 

 

Námskeið á vorönn 2020

Jæja, ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að vera ferlega löt fyrstu vikur ársins.  Allar þessar vetrarlægðir ýta bara undir kósýstundir með kertaljósum, bókalestri og huggulegheitum.  En nú er komin tíma til að girða sig í brók, bretta upp ermarnar og spýta í lófana.   Það er fullt af flottum námskeiðum á dagskrá og bókanir komnar í fullan gang á vefnum hjá Heilsuborg.

Ef þig langar að fá fleiri hugmyndir af hollu og næringarríku mataræði sem er einfalt, fljótlegt, ekki dýrt og umfram allt bragðgott þá skaltu halda áfram að lesa…

En hér kemur yfirlit yfir þau námskeið sem verða í boði í Heilsuborg næstu 3 mánuði:

 

Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti – Í Heilsuborg

12. febrúar kl.17.30 – 20.30 (miðvikudagur)

22.apríl  kl.17.30 – 20.30 (miðvikudagur)

Námskeið sem hentar bæði þeim sem vilja bara bæta meira grænmeti í lífið og elda meira frá grunni en hentar líka frábærlega grænmetisætum og vegan sem vilja fá meiri fjölbreytni og vilja búa meira til frá grunni.

 • Austurlenskar kínóabollur með masala sósu
 • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
 • Linsubaunapottréttur sem bragð er af
 • Svartbaunabuff með chili mayo og marineruðum rauðlauk
 • Næringarríkt meðlæti í öllum regnbogans litum

11.300 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

 

Morgunmatur og millimál Í Heilsuborg

11.mars   kl. 17.30-20.30 (miðvikudagur)

29.apríl   kl. 17.30-20.30 (miðvikudagur)

Frábærar hugmyndir af morgunverði,  millimálum og nesti sem henta fyrir alla.  Frábært fyrir foreldara ungra barna en líka frábært fyrir unglinga að koma með foreldri og eiga skemmtilega stund saman í leiðinni.  Hreint mataræði búið til frá grunni.  Allt mjólkurlaust, glúteinlaust og vegan.

 • Avókadó morgunverðarskál
 • Epla nachos
 • Grænn smoothie og frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
 • Heimagert múslí á tvo mismunandi vegu
 • Heimatilbúið frækex á tvo mismunandi vegu
 • Morgungrautur
 • Nærandi múslíkúlur
 • Pestó og hummus

10.200 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

 

Að lokum verða 2 nammi námskeið fyrir nammi grísi sem vilja hreint og næringarríkt nammi.

19. febrúar kl. 17.30-20.30

18.mars kl. 17.30-.20.30

9200 kr en börn (10-18 ára)  greiða 3600 kr

Namminámskeiðin hafa einnig verið mjög vinsæl hjá starfsmannafélögum og vinkonuhópum.     En ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um það er best að senda tölvupóst á mig: heilsumamman@gmail.com og þá fáið þið upplýsingar um verð og lausar dagsetningar.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Námskeið í haust

Eftir dásamlegt sumar er rútínan, kalda loftið og haustlitirnir mætt á svæðið.   Sumir syrgja en aðrir fagna.  Flestir foreldrar eru dauðfegnir að rútína sé komin á liðið en aðrir eru farnir að leita sér að næstu sól á internetinu.  Margir eru búnir að njóta vel í sumar og jafnvel aðeins of vel og eru að reyna að girða sig í brók og hætta sumar sukkinu.  Fyrir þá sem vilja snúa vörn í sókn gera betur í mataræðinu með lækkandi sól er snilldarhugmynd að koma á matreiðslunámskeið í Heilsuborg.  Það er skemmtileg kvöldstund þar sem allir vinna saman og svo gæðum við okkur saman á því sem var eldað.

Það eru svo margar ástæður fyrir því að næra okkur vel. Maturinn sem við borðum getur haft áhrif á það hvernig okkur líður, hvernig við sofum, hvernig við lítum út og hvað við höfum mikla orku yfir daginn til að takast á við verkefnin sem bíða okkar.  Staðreyndin er sú að flestir eru til í aðeins meiri orku yfir daginn, það er nú bara þannig.

Við leggjum áherslu á fjölbreyttan og næringarríkan mat sem fellur undir þessi skilyrði:
– Einfalt og fljótlegt
– bragðgott
– ekki of dýrt

Allt sem gert er á námskeiðinu er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar bæði fyrir þá sem aðhyllast vegan, grænmetisfæði eða Paleo.

 

 

Námskeiðin eru haldin í Heilsuborg og í boði verða  2 mismunandi námskeið í boði, annars vegar Kvöldmatarnámskeið og hins vegar Morgunmatur og millimál og verða þau á eftirfarandi dögum:

Miðvikudagur 11.september  –  kl. 17.30 – 20.30 –    Fljótlegur Kvöldmatur – borðum meira grænmeti

Miðvikudagur 9.október – kl. 17.30 – 20.30  –     Morgunmatur og millimál 

Miðvikudagur 23.október –  kl. 17.30 – 20.30 –   Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti 

 

Skráning hér fyrir kvöldmat og hér fyrir morgunmat og millimál.

* Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með foreldrum sínum og greiða helming af námskeiðisgjaldi.

* Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi

 

Einnig er skráning hafin á hin sívinsælu namminámskeið en þau verða þó betur auglýst síðar.   Hægt er að festa sér pláss hér.

Hér er sýnishorn af matseðli nammi námskeiðisins.

Namminámskeiðin hafa einnig verið mjög vinsæl hjá starfsmannafélögum og vinkonuhópum.   Nú þegar er búið að bóka nokkur kvöld og dagsetningum fer því fækkandi.  En ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um það er best að senda tölvupóst á mig: heilsumamman@gmail.com og þá fáið þið upplýsingar um verð og lausar dagsetningar.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Sumarlegt nesti og nammi námskeið

Það verður fjör í næstu viku í Spírunni því ég og Margrét Leifs ætlum að vera saman með eitt sumar nammi-nestis-námskeið.

Þetta verða að mestu nýjar uppskriftir en alltaf einhverjar gamlar og góðar með.

Það er svo gott að geta útbúið bragðgott nesti sem er líka næringarríkt.

Þetta verður eins og við erum vanar, unnið á stöðvum svo allir fá að spreyta sig.

Þáttakendur fá góða hressingu á námskeiðinu auk þess að smakka það sem við búum til.

Það taka allir með sér heim smakk af námskeiðinu auk gjafapoka.

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/3wtVaShi8ZbwuvVg7

 

Spíran

Miðvikudaginn 26.júní, kl. 17.00-20.00

Verðið er 9700 kr

 

Hlakka til að sjá ykkur

Kveðja,

Oddrún

 

 

 

 

Vor námskeiðin

Ég elska maí mánuð.  Það er farið að hlýna úti, fötin farin að verða léttari og allt svo miklu einfaldara og skemmtilegra.  Þannig upplifi ég amk. vorið.  Þvílík dásemdar tilfinning að ganga frá þykku vetrar úlpunum í geymsluna og gera jafnvel extra fínt á heimilinu.  Hugurinn er farin að reika til sumarsins og þar er nú margt til að hlakka til.

Yfirleitt er mjög mikil ásókn í námskeið í Maí, það er klárlega gott að hreinsa aðeins til í mataræðinu fyrir sumarið til að vera svolítið frísklegri í sumar.  Fá góðar hugmyndir fyrir ferðalögin, fjallgöngurnar og grillveislurnar.  Það er oft þannig að mikið er um freistingar á sumrin sem er auðvitað hið besta mál en fínt að snúa vörn í sókn með einhverju nýju og spennandi til að halda góðu jafnvægi.

 

Hér eru námskeiðin sem eru í boði fyrir sumarfrí:

10 daga hreint mataræði – byrjar á miðvikudaginn.  Þetta er námskeið sem Margrét Leifsdóttir Heilsumarkþjálfi er með en ég sé um matreiðslunámskeiðin.  Frábær vorhreingerning á kroppnum fyrir sumarið.

 

Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti – Í Heilsuborg miðvikudaginn 8.maí kl. 17.30-20.30

 • Austurlenskar kínóabollur með masala sósu
 • Sumarlegt Kínósalat
 • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
 • Svartbaunaborgarar með hnetusósu og marineruðum rauðlauk
 • Meðlæti fyrir sumarið
 • Sætkartöflusnittur með pestó og spírum

10.900 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

Morgunmatur og millimál Í Heilsuborg miðvikudaginn 22.maí kl. 17.30-20.30

 • Avókadó morgunverðarskál
 • Epla nachos
 • Grænn smoothie og frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
 • Heimagert múslí
 • Heimatilbúið frækex
 • Mismunandi morgungrautar
 • Nærandi múslíkúlur
 • Pestó og hummus

9900 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

Sumarleg sætindi – eftirréttir og nestisbitar í Heilsuborg, miðvikudaginn 5.júní kl. 17.30-20.30

 • Límónu-hindberja “ís” kaka
 • Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
 • Ávextir með hnetumylsnu og Vanillukremi
 • Brjálæðislega góður berjaís
 • Orkubitar í ferðalögin
 • Próteinbitar í fjallgöngurnar
 • Sumarlegar sítrónukúlur

8900 kr  –  börn (10-18 ára)  greiða 50 %

Hægt er að smella á heitin á námskeiðunum til að fara yfir á greiðslusíðu Heilsuborgar.  Ef þið lendið í einhverjum vandræðum eða eruð eitthvað óviss sendið mér þá póst á heilsumamman@gmail.com  og ég svara ykkur um hæl.

 

Athugið að flest stéttafélög taka þátt í kostnaði við matreiðslunámskeiðin og endurgreiða allt að 50 % tilbaka. 

 

Fyrirtæki og hópar 

Það eru ennþá 3 dagsetningar lausar í maí fyrir fyrirtækjanámskeið ef ykkur langar að hrista aðeins upp í mataræðinu hjá starfsfólkinu og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni.  Það að elda saman er nefnilega virkilega gott hópefli.  Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um dagsetningar og verð fyrir fyrirtæki og hópa sendu mér þá póst á heilsumamman@gmail.com