Haust námskeið 2020

Núna er akkúrat tíminn til að næra sig vel og borða hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft. Þessi covid tíð tekur á marga og gott að nýta gott og næringarríkt mataræði til að halda bæði líkamlegu og andlegu heilsunni í góðu jafnvægi.  Hvernig væri að skella sér á matreiðslunámskeið og læra einföld trix í eldhúsinu ?  Allt sem við búum til er næringarríkt, einfalt og bragðgott.

Í vor aðlagaði ég mig breyttum aðstæðum og var með matreiðslunámskeiðin rafræn.  Það gekk svona ljómandi vel og allir mjög ánægðir.  Ég held því áfram að koma með námskeiðið heim í eldhús til þín.   Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti.  Þú færð svo sendan zoom link og leiðbeingar varðandi zoom ef þú ert ekki vön/vanur að nota það.  Sumir voru pínu óöruggir í fyrstu þar sem þetta var alveg nýtt fyrir suma en þetta gekk allt saman alveg ótrúlega vel.  Zoom kostar ekki neitt og er mjög notendavænt.

Það fylgja því margir kostir að vera á matreiðslunámskeiði heima hjá sér.

  • Þú þarft ekki að fara út úr húsi (t.d. ef veðrið er vont).
  • Þú þarft ekki endilega að redda barnapössun.
  • Þú getur boðið maka og/eða börnum að vera með þér í eldhúsinu án þess að borga aukalega.
  • Þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að búa til FULLT af mat sem þú átt sjálf(ur) til að njóta.
  • Þú ert komin í gang í þínu eigin eldhúsi og því auðveldara að halda áfram næstu daga.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Þetta eru næstu námskeið:  

Morgunmatur og millimál – 7.október  kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)

Á matseðlinum verður meðal annars:

  • Frækex og pesó
  • Múslí 2 gerðir- hnetumúslí og súkkulaðimúslí
  • Möndlumjólk og morgungrautur
  • Rauðrófudrykkur sem kemur á óvart / Grænn og vænn
  • Næringarríkar nammikúlur

 

Kvöldmatur sem bragð er af   – 20.október Kl. 18.00-21.00 (þriðjudagur)

Þetta námskeið ætti að henta öllum sem vilja borða meira frá grunni. Læra einfalda grænmetisrétti og fyrir þá sem vilja bara borða kjöt eru þetta frábær meðlæti og sósur sem passa með fiski, kjöti og kjúklingi.

Matseðilinn er svohljóðandi:

  • Hirsi/ Kínóa
  • Austurlenskar grænmetisbollur með masala sósu
  • Kryddmauk sem einfaldar alla eldamennsku
  • Einfaldur pönnuréttur á korteri
  • Ristað frækurl
  • Chilli mæjó / Saffransósan
  • Ofnbakað grænmeti

(Við gerum ráð fyrir því að taka hlé og borða það sem við búum til í kvöldmat.)

Næringarríkt nammi – 4.nóvember kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)
– 19.nóvember kl. 18.00-21.00 (fimmtudagur)

Þetta er gamla góða konfektnámskeiðið sem er búið að vera mjög vinsælt í nokkur ár, ef þú hefur komið áður ertu samt sem áður velkomin því þú ert að fara framleiða nammi í eigin eldhúsi – hversu næs að byrgja sig upp ? 🙂

  • Gráfíkjukonfekt
  • Hnetukúlur / lakkrískúlur
  • Karamellukökubitar
  • Karamellukubbar
  • Súkkulaðiplata eftir eigin höfði

Næringarríkar tertur, ís og eftirréttir – Nýtt námskeið 

3.des kl. 18.00-21.00 (fimmtudagur)

Matseðillinn er ekki alveg tilbúin, er í þróun þessa stundina en ég lofa að þetta verður alger veisla.

 

Skráning á námskeiðin er hér: https://forms.gle/7uLzstzqoQwQ8jqC9

Námskeiðin kosta öll 4900 kr skiptið.

Ef 2 eða fleiri námskeið eru bókuð og borguð saman gef ég ykkur 15 % afslátt eða 4165 kr pr. námskeið.

Margir vilja meina að námskeiðin séu alltof ódýr enda meira en helmingi ódýrari en þau voru fyrir covid en ég lít svo á að ég vil að allir geti leyft sér að koma.   Þegar námskeiðin eru rafræn slepp ég við að borga leigu, aðstoðarmanneskju, hráefni og útprentun og ég vil leyfa ykkur að njóta þess. 

Athugið að hægt er að sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Hlakka mjög mikið til að sjá ykkur og malla með ykkur 🙂

Kveðja,

 

 

 

Published by

Leave a Reply