Bláberjadraumur

Ef þið elskið að fara í berjamó eins og ég eigið þið væntanlega nokkur box í frysti fyrir veturinn eins og ég.  Berjaspretta var töluvert betri en síðustu ár og ég naut þess í botn að tína ber.

Ég nota þau svo yfir veturinn í allskonar þeytinga og út á morgungrautinn.  En um síðustu helgi gerði ég köku sem okkur fjölskyldunni fannst mjög góð og mig langaði að deila með ykkur.

Þið getið að sjálfsögðu notað sólber, epli, rabbarbara eða eitthvað annað í staðinn fyrir bláber 🙂

 

 

Hráefni: 

  • 8 dl bláber
  • 1-2 msk kókospálmasykur
  • safi úr 1 sítrónu
  • 2,5 dl haframjöl
  • 1,5 dl möndlumjöl
  • 1,5 dl smátt saxaðar möndlur
  • 1,5 dl kókosflögur
  • 75 g smjör eða kókosolía (fyrir mjólkurlausa útgáfu)
  • 50 g kókospálmasykur
  • 1 tsk vanilludropar

 

Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í 180°
  2. Takið bláber úr frysti og setjið í eldfast mót (þið þurfið ekki að þýða bláberinn).  Stráið 1-2 msk af kókospálmasykri yfir bláberinn og kreystið safa úr hálfri sítrónu.
  3. Setjið  smjör, kókospálmasykur og vanilludropa í pott og bræðið saman.  Það er ekki víst að sykurinn bráðni alveg en við viljum a.m.k. fá fína karamellulykt í loftið.
  4. Setjið haframjöl, möndlumjöl, smátt saxaðar möndlur og kókosflögur í skál og blandið saman.
  5. Blandið að lokum smjörblöndunni saman við þurra hráefnið og setjið yfir bláberin.
  6. Setjið mótið inn í ofn og bakið í  30 mín.
  7. Berið fram með þeyttum rjóma, kókosrjóma eða jafnvel vanilluís.

 

  • Ef þið notið glúteinlausa  hafra er þessi uppskrift glúteinlaus.
  • Ef þið notið kókosolíu í staðinn fyrir smjör er hún vegan.

Verði ykkur að góðu

Kveðja,

Published by

Leave a Reply