Nýtt og spennandi námskeið til að koma sér í gírinn

Lengi hefur mig langað til þess að gera eitthvað meira en að hafa bara námskeið sem er ein kvöldstund. Á þeim 8 árum síðan ég kláraði heilsumarkþjálfanámið mitt og hef haldið sennilega um það bil 250- 300 matreiðslunámskeið hefur safnast upp mikið af reynslu, uppskriftum og þekkingu sem mig hefur langað til að deila til þess að hjálpa fleirum að næra sig og sína vel.

Og loksins er komið að þessu, vikuna 15. – 21. mars er vikan þar sem við ætlum að sigra sykurpúkann saman og stútfylla kroppinn af allskonar næringu. Þetta er ekki hreinsun eða detox, bara alvöru matur og fullt af grænmeti og annarri gleði.

Það sem við ætlum að gera þessa 7 daga:

Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Við ætlum að einbeita okkur að mat sem er glúteinlaus, mjólkurlaus og sykurlaus. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, hirsi og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu.

Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate og sleppa ávanabindandi drykkjum eins og orkudrykkjum og áfengi. Ég ætla ekki að biðja ykkur um að hætta drekka kaffi en hvet ykkur til þess að drekka max 2 kaffibolla og ekki eftir kl. 13.00 þessa vikuna.

Hvernig ætlum við að gera þetta ?

Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að á fimmtudaginn næsta. Á fimmtudaginn, 4 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessa 7 daga en einnig: Hvernig við getum sigrað sykurpúkann? Hvað er hollt ? Hvaða mataræði er best ? Munur á grunnnæringu og annari fæðu ? Jafnvægi og heilbrigt samband við mat! Hvað græðum við á því að borða næringarríkan mat? og margt fleira. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti á fimmtudaginn til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Á hverjum degi er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Þetta er til skiptis kvöldmatur, morgunverður og nasl og um helgina búum við til geggjaða Tíramísú “ís” tertu ásamt smá laugardagsnammi. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn þegar það hentar þér betur.

Ef þessi vika hentar alls ekki en mig langar mikið að vera með ?

Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 3 vikur eftir að námskeiði lýkur. Þú getur jafnvel byrjar viku síðar og tekið þá viku.

Hvað kostar og hvað er innifalið ?


Uppskriftahefti með að minnsta kosti 30 uppskriftum
Innkaupalisti
Rafbókin Sumarlegar uppskriftir (kostar 2500 kr í vefverslun)
Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
6 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir vikuna. Um það bil 1 klst hvert skipti.

Aðgangur að nammi námskeiði sem haldið er 24.mars (kostar 4900 kr)
Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.

Námskeiðið kostar 11.800 kr – það er með 25 % kynningarafslætti þar sem þetta er fyrsta námskeiðið af þessari tegund.

En athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hvernig skrái ég mig?

Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-i-7-daga/

Hér er smá sýnishorn af þeim mat sem við ætlum að búa til og njóta í vikunni:

Published by

Leave a Reply