Þó að sólin láti lítið sjá sig þessa dagana er alveg löglegt að smella í þennan suðræna ís og vera bara í sumarskapi innandyra. Ég hef verið að prufa mig áfram með nýju íslensku Steviu dropana og nota þá í þessari uppskrift svo þetta er sykurlaus ís. Ég var með nokkrar litlar skvísur um daginn í heimsókn þegar ég bjó til þennan ís síðast og leyfði þeim að smakka og spurði hvort það væri nógu mikill sykur. Þær játtu því að það væri sko alveg nóg af sykri í ísnum og fékk 5 stjörnur 😉 Hráefni:
- 4,5 dl frosin ananas
- 4,5 dl frosin mangó
- 3 dl kókosmjólk
- 3 msk kókosolía
- 14 dropar Stevía frá Via Health (Vanillu og Kókos)
Aðferð:
- Allt sett í blandarann og blandað vel.
- Sett í frysti og best er að hræra í blöndunni reglulega á meðan hann er að frjósa.
Þetta lítur vel út hjá þér 🙂
Ætla að prufa þennan takk fyrir einn eina frábæru uppskriftina
Takk fyrir að fylgjast með 🙂