Mín börn eru alltaf svöng á ferðalögum. Það liggur við að það þau þurfi eitthvað að borða um leið og bíllinn leggur af stað. Mér finnst alveg ferlegt að vera ekki með neitt í bílnum og hef litla ánægju af því að kaupa rándýrt sjoppufæði.
Mæli með svona “bílaboxi” í bílinn fyrir ferðalögin í sumar. Það má nota hvaða gúmmilaði sem er, hnetur, rúsínur, mórber, gojiber, kókosflögur, apríkósur, þurrkaðar fíkjur, graskersfræ, sólblómafræ o.s.frv.
Góða ferð og njótum þess að ferðast saman jafnvel þótt sólin láti bíða eftir sér 🙂
Published by