Stevíu súkkulaði

Það hefur verið spennandi að prufa sig áfram í súkkulaðigerð með Stevíu.  Stevía er náttúrulegt sætuefni sem er margfalt sætara en sykur en hækkar ekki blóðsykurinn.  Það er frábær möguleiki fyrir þá sem eru með sykursýki en einnig alla hina sem vilja forðast sykur.  Spáið þið í því súkkulaði með engum sykri, magnað alveg 🙂  En súkkulaðið verður auðvitað ekki eins sætt og stútfullt af sykri (gefur auga leið) en stevían tekur samt allt beiska bragðið.  Það kemur ekki eins mikil fylling í bragðið og kemur af hlynsýrópi en Stevían er líka margfalt ódýrari en t.d. hlynsýróp.  Það er líka mjög góð hugmynd að blanda saman t.d. stevíu og hlynsýrópi.

Það þarf að fara mjög varlega með stevíuna og nota hana í dropatali því hún er mörghundruð sætari en sykur og gott að smakka til.  Mér finnst sjálfri mjög gott að setja ekki of mikið sætuefni en setja eitthvað aðeins sætt með eins og rúsínur eða mórber.

Stevía

Hráefni:

 • 8 msk brædd Kókosolía
 • 8 msk Kakó
 • 25 – 30 dropar Stevía frá Via Health með vanillubragði / súkkulaðibragði
 • Hnetur, möndlur, rúsínur, goji ber eða hvað sem hugurinn girnist

IMG_5119

Aðferð:

 1. Blandið öllu saman
 2. Setjið í form
 3. Kælið

Stevíu-súkkulaðiNjótið í botn 🙂

Published by

10 thoughts on “Stevíu súkkulaði

  1. Hæ, þetta eru nýjir dropar sem eru framleiddir af íslensku fyrirtæki. Það eru til margar bragðtegundir og þessir dropar fást mjög víða, Hagkaup, Fjarðarkaup og örugglega flestum heilsubúðum.
   Um að gera að prufa sig áfram það eru til 9 bragðtegundir 🙂

  1. Hæ Hæ, Í þessari uppskrift notaði ég ekki kakósmjör, var búin með það og fékk það ekki í Bónusbúðinni minni svo ég lét mér kókosolíuna duga 🙂 Nú er kakósmjörið farið að fást aftur svo ég nota það í næstu tilraun 🙂

 1. Ef maður notar kakósmjör, à þà að sleppa kókosolíunni eða afa hana líka? Og þà hvað mikið af hvoru?
  Ein alveg græn 😉

  1. Sæl Auður,
   Ég myndi prufa að byrja á því að setja 50/50! En smakkaðu svo bara, súkkulaðið breytist ekki mikið við það að kólna, en auðvitað verður það sætara ef þú ert með t.d. rúsínur, kókos eða annað sætt í súkkulaðinu. Smakkaðu og finndu hvað þér finnst best, má t.d. setja meira kakó eða meiri sætu, en það þarf þó að fara varlega með stevíuna svo bragðið á henni sé ekki yfirgnæfandi. Mér finnst voða gott að setja stevíu og svo kannski 1 msk af hlynsýrópi á móti 😉
   Vona að þetta hjálpi eitthvað,
   Kær kveðja,
   Oddrún

 2. Sæl. Ég prufaði að gera svona súkkulaði bara með kakói (ekki kakósmjör), kókosolíu,stevíu,rúsínum,hnetum og kókosflögum. Það varð mjög rammt á bragðið (mikið kakóbragð) samt bætti ég við stevíu. Gerir kakósmjörið þetta kannski minna rammt? Hefur þú prófað að nota Sukrin? Kv. Unnur Gunnl.

 3. Sæl Unnur og fyrirgefðu hvað ég svara seint,
  Súkkulaðið verður alltaf svolítið rammt þegar engin sæta er önnur en stevía. Þú gætir prufað að setja meiri kókosolíu eða bæta við kakósmjöri. Ég nota líka oft aðeins minni stevíu og ca. 1 -2 msk af hlynsýrópi þá verður bragðið örlítið “mýkra” 🙂 Ég hef ekki prufað að nota sukrin en þú skalt endilega prófa það. Það eina ef maður notar “sykur” sem er ekki í vökvaformi getur hann sokkið til botns í forminu (ef hann braðnar ekki alveg) og þá getur súkkulaðið sesst til og orðið svolítið klesst.
  Það er um að gera að prufa sig áfram, það er ágæt hugmynd að gera litla skammta í einu þegar maður er að prufa sig áfram og ef bragðið er ekki nógu gott má alltaf bara bræða aftur og bæta við t.d. meiri sætu eða meiri kókosolíu og stinga svo aftur í kælinn 🙂
  Gangi þér vel og takk fyrir að fylgjast með,

  Kær kveðja,
  Oddrún

Leave a Reply