Matjurtagarðurinn

Fyrir tveim vikum síðan fórum við í bústaðinn sem tengdaforeldrar mínir eiga og gerðum matjurtagarðinn kláran.  Þetta var óvenju seint en vonandi kemur það ekki að sök.  Við erum mjög spennt þetta árið þar sem við skiptum um mold í beðunum, eða þ.e.a.s. 2  beðum, því það er frekar erfitt að skipta um mold þar sem jarðaberin eru en bættum aðeins við.

Það að rækta sitt eigið grænmeti er sennilega besta og ódýrasta leiðin til heilbrigðara lífs.  Við vitum nákvæmlega hvaða áburður er notaður, ekkert skordýraeitur og við getum borðað grænmetið glænýtt.

Ég er svo spennt að fara næstu ferð en það er ókosturinn við að vera með matjurtagarðinn út í sveit, það er ekki hægt að kíkja út og fylgjast með á hverjum degi.

Jarðaberjabeð nr. 1

IMG_5063

Jarðaberjabeð nr. 2 … ásamt smá myntu sem fer eitthvað lítið fyrir á þessari mynd.

IMG_5065

Kálbeð nr. 1, allt forræktaðar plöntur, keyptar á garðyrkjustöð, ég er ekki með nógu góða aðstöðu til að gera það sjálf.  Við settum niður nokkrar grænkálsplöntur, grænar og rauðar. Mizuna kál, beðju (swiss chard), klettasallat og 2 stk. af  svona “venjulegu” káli 🙂

IMG_5064

Kálbeð nr. 2

IMG_5066

Þarna er búið að sá klettasalati, spínati og grænkáli og spennandi við sjá hvort eitthvað komi upp,  svo er þarna einmanna oreganó planta í horninu 🙂

Hindberjarunninn, hann vex eitthvað hægt þessi en vonandi fáum við einhvern tímann hindber 🙂

IMG_5054

Litli vinnumaðurinn að hjálpa til

IMG_5047

IMG_5046

IMG_5050

Þessar 2 máttu ekkert vera að því að hjálpa okkur, enda uppteknar í “húsinu” sínu

IMG_5044

Draumurinn er að vera með gulrætur, brokkolí og margt margt fleira og hver veit hvað verður á næsta ári en í ár fáum við vonandi mikið af káli og jarðaberjum. Mmmm hvað mig hlakkar til að uppskera.

Published by

Leave a Reply