Hér er hún mætt, hin fullkomna íssósa. Það sem er svo fullkomið við hana, fyrir utan bragðið auðvitað er það að hún harðnar en er samt líka mjúk á sama tíma. Málið er það að ef ísinn er mjög kaldur (eins og heimagerði ísinn er oft) þá harðnar hún ofan á ísnum, en þar sem hún liggur meðfram ísnum er hún mjúk.
Þetta leysir líka vandamálið að bíða eftir að ísinn þiðni því heimagerði ísinn er oft vel frosin, því þar sem heit sósan lendir á ísnum mýkist hann miklu fyrr.
Þar fyrir utan er þessi íssósa er líka súper holl með engum gerviefnum og engum hvítum syrki. Þetta er í raun uppskrift af heimagerðu súkkulaði sem er bara hellt yfir ísinn í stað þess að vera sett í mót og inn í kæli.
Hér er uppskriftin:
- 2 msk kakó
- 2 msk kókosolía
- 2 msk hlynsýróp/agave/akasíu hunang
- 2 msk kakósmjör
- örlítið salt og smá vanilla
Aðferð:
- Allt hitað rólega saman og hellt yfir ísinn.
- Ef það er afgangur (mjög ólíklegt) þá má setja hann í t.d. lítil sílíkonmót og inn í frysti
Kakósmjör fæst t.d. í Bónus í Solluhillunni
Ath. þar sem uppskriftin samanstendur af jafn miklu magni af öllum innihaldsefnunum er mjög auðvelt að gera hvaða magn sem er. Ef uppskriftin er handa einum mætti nota 1 tsk af öllu. Þessi uppskrift hér að ofan ætti að duga fyrir 4…en fer auðvitað eftir (súkkulaði)lyst 🙂
Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂
[…] Þessi ís er algert nammi og ég tala nú ekki um með hinni fullkomnu súkkulaðisósu sem harðnar […]
[…] er uppskriftin af íssósunni góðu […]