Tebollinn

Ég er nýbyrjuð að læra að meta te.  Hingað til hefur það bara verið kaffi. Kaffi, kaffi, kaffi !!!  Þ.e.a.s. ef valið var á milli te eða kaffi var það alltaf KAFFI.  Alveg frá því ég smakkaði te í fyrsta skipti þá fannst mér það svo rosalega vont. Eitthvert svona heybragð sem mér fannst vera af öllu tei. Enn þann dag í dag finnst mér ekki öll te góð en þetta er allt að koma.   Ég á mér orðið nokkur uppáhalds og þessa dagana eru það þessi tvö.  Þau eru reyndar bæði svipuð, aðal innihaldið er: kanill, kardimomma og engifer.  Það er smá bragðmunur en bæði alveg dásamleg.

IMG_3873

Það sem er svo dásamlegt með te (amk. lífræn jurtate) er að það inniheldur innihaldsefni sem gerir manni virkilega gott.  Þegar ég drekk þetta te finnst mér ég hugsa skýrt og skipuleggja mig betur.  Ég ætla ekkert að fara í neina kaffi umræðu, hvort kaffi sé slæmt eða ekki… því sú umræða er endalaus og fer eftir hverjum og einum.  Hinsvegar er það nokkuð ljóst að það getur ekki verið hollt að drekka marga bolla af kaffi á dag og hvað er þá dásamlegra en að bæta inn í nokkrum yndislegum tebollum á móti.

Njótið dagsins, klæðið ykkur vel í kuldanum og fáið ykkur nærandi tebolla 🙂

 

Published by

Leave a Reply