Yndislega góðar múffur, ekki brjálæðislega sykursætar og voru bakaðar fyrir Brunch á sunnudagsmorgni. Pössuðu mjög vel þannig. Reyndar tókst mér að baka fyrri plötuna alltof lengi svo gestirnir fengu brenndu kökurnar en við gæddum okkur á hinum mjúku þegar þeir voru farnir. Kannski spurning um að tala minna næst og fylgjast betur með ofninum 😉
Hráefni:
- 3 egg
- 1/2 bolli sykur
- 1/2 bolli olía
- 2 tsk vanilludropar
- 2 meðalstórir kúrbítar
- 1/2 bolli pecan hnetur (eða valhnetur)
- 100 gr 70 % súkkulaði
- 1 msk appelsínubörkur
- 3 bolli spelt (fínt og gróft til helminga)
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1 tsk salt (himalayja eða sjávar)
- 1 tsk kanill
Aðferð:
- Blandið saman eggjum, sykri, olíu og vanilludropum þangað til létt.
- Blandið öllum þurrefnunum saman.
- Rífið kúrbítinn niður, saxið hneturnar og súkkulaðið og blandið saman við þurrefnin.
- Blandið öllu mjög varlega saman
- Setjið í muffinsbökunarplötu eða sílíkonmót og bakið við 200°c í 20 – 22 mín
Það passar kannski ekki að setja inn uppskrift af kúrbíts múffum þegar kúrbíturinn er að detta úr “season” því hann er orðin dýrari núna ásamt því að líta ekki eins vel út og hann gerði fyrir nokkrum vikum. En hver veit nema þið fáið kúrbít á góðu verði og þá vitið þið sko hvað skal gera 😉
Verði ykkur að góðu 🙂
[…] fyrra birti ég uppskrift af kúrbíts múffum, þær voru nokkuð grófar, næstum eins og brauð og ég fann uppskriftina […]