Kínóaréttur frá Mexíkó

Tvö af uppáhaldshráefnunum mínum koma hér saman í ótrúlega bragðgóðum rétt.  Þessi réttur sem er svo einfaldur og góður getur bæði verið sem aðalréttur, meðlæti með t.d. kjúkling eða öðrum mexíkómat, það mætti nota hann sem fyllingu í tortillur, borða kalt daginn eftir og svo lengi mætti telja.

Ég sýð oft slatta af kínóa í byrjun vikunnar og reyni alltaf að eiga svartar baunir inni í frysti.  Svo í síðustu viku þegar ég tók þessa mynd tók aðeins um 10 mínútur að búa réttinn til.  Já það þarf ekki að vera tímafrekt að búa til hollan mat 🙂

IMG_3938

Hráefni:

  • 1 tsk olía
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 2 dl af maísbaunum (má líka nota 1 gula papriku)
  • 2 dl svartar baunir
  • 1 (rúmlega) tsk cumin (ekki kúmen)
  • 1 tsk paprika
  • 1 msk grænmetiskraftur
  • 6 dl soðið kínóa
  • salt og pipar
  • 1 lúka af ferskum kóríander

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu og látið laukinn malla við lágan hita þangað til hann er orðin mjúkur. Bætið við hvítlauk og papriku (ef þið notið hana).
  2. Bætið við öllum kryddum, baunum og kínóa.
  3. Kryddið eftir smekk og skreytið með fersku kóríander.
  4. Tilbúið 🙂

Þessa uppskrift fann ég hér og ákvað að prufa þegar ég sá að 2487 manns höfðu skrifað ummæli og gefið 41/2 stjörnu 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply