Súkkulaði hnullungar

Var ég búin að segja ykkur að ég elska súkkulaði?  Það gerir einfaldlega lífið skemmtilegra. Það er bara svo ótrúlega dásamlegt og svo er ennþá dásamlegra að það skuli vera svona ægilega hollt 🙂

Um síðustu helgi bjó ég til súkkulaði, setti saman við það mórber og pecan hnetur og setti svo í sílíkon muffinsmót.  Úr urðu þessir dásamlegu súkkulaði-hnullungar.  Nafnið kemur til út af stærðinni, en auðvitað getið þið sett í hvaða mót sem er, það bara vildi svo til að ég átti bara stór mót.  Ó nei, en sú óheppni 😉  En svo er það auðvitað bara smekksmál hvort maður brytji niður í litla bita eða gæði sér á einum stórum.

IMG_4324

Ég hef áður gefið upp uppskrift af heimagerðu súkkulaði, hún er hér: ofursúkkulaði

Svo er um að gera að prufa sig áfram hversu mikið kakó þið viljið hafa, hvaða sæta ykkur finnst best og með hverju þið viljið bragðbæta: salti, vanillu, chilli, acai dufti o.s.frv.

Það er líka smekksatriði hvað er sett í súkkulaðið, það geta verið hvaða hnetur sem ykkur þykja góðar.  Rúsínur, kókos, möndlur, goji ber, trönuber, mórber osv.fr.

IMG_4313

IMG_4315

IMG_4316

IMG_4320

Þegar maður er komin upp á lagið er mjög erfitt að fara tilbaka í venjulegt keypt súkkulaði !

Mér þykja mórber alveg hrikalega góð, ef þú hefur ekki smakkað mæli ég með því að þú prufir.  Þau eru mjög sæt frá náttúrunnar hendi, með nokkurskonar karmellubragði.  Þau eru svo bragðgóð að það má borða þau í staðinn fyrir  nammi og ekki er það verra að þau skuli flokkast undir ofurfæðu.

IMG_3037

Önnur hugmynd er að blanda gúmmilaði saman við súkkulaðið, dreifa úr því á bökunarpappír, strá svo meira af gúmmilaðinu yfir og kæla og skera í bita.

IMG_3596

Athugið að súkkulaðið verður harðara eftir því sem meira af kakósmjöri er notað!  Ég hef hinsvegar notað kókosolíuna á móti því bæði er hún ódýrari en kakósmjörið og mér finnst það koma vel út, en súkkulaðið veður aðeins „linara“ fyrir vikið.  Það borgar sig því að geyma það inn í frysti og taka svo út eftir þörfum, súkkulaðiþörfum 😉

Góða helgi  🙂

2 athugasemdir við “Súkkulaði hnullungar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s