Mjúki mjólkurlausi súkkulaðiísinn

Ég trúi því varla að þessi uppskrift sé ekki inni á vefnum mínum, nú þarf ég sko að fara að skoða hvaða uppskriftir eru komnar og hverjar ekki.  Þetta er nú ein af mínum uppáhalds ís uppskriftum.  Þessa uppskrift gaf ég upp sem matgæðingur Vikunnar í vor.  Það sem er svo dásamlegt við þennan ís er að döðlurnar gera hann svo mjúkann og gefa honum svona ekta ís áferð. Ég lofa því að þið verðið ekki svikinn af þessum 😉

IMG_0967

Hráefni: 

  • 1 dl döðlur
  • 5 dl kókosmjólk (ekki lite)
  • 4 msk kakó
  • 5 dropar stevía

(Að sjálfsögðu má bæta fleiru við ísinn, td. vanillukornum frá Rapunzel, piparmyntudropum eða súkkulaðibitum)

Aðferð: 

Sjóðið döðlurnar í nokkrar mínútur í 1 dl af kókosmjólk. Maukið í blandara þangað til blandan er orðin silkimjúk (mjög mikilvægt nema þið viljið hafa döðlubita í ísnum).  Bætið 4 dl af kókosmjólk, stevíu og kakói út í. Hellið í mót og setjið inn í frysti. Gott er að hræra öðru hverju meðan hann er að frjósa.  Takið hann út um það bil 15 mínútum áður en þið ætlið að borða hann.

Hér er uppskriftin af íssósunni góðu 🙂

Góða helgi 🙂

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Published by

Leave a Reply