Þetta er alveg hrikalega gott nammi og telst eiginlega bara sem vítamín nammi því það er svo hollt. Fullt af próteinum, trefjum, góðum fitusýrum, kalki ofl. gæti örugglega skrifað heila blaðsíðu um það hvað það er hollt, en ætla að sleppa því og gefa ykkur bara uppskriftina. Ég fann uppskriftina á www.greenkitchenstories.com sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég átti ekki allt sem átti að fara í uppskriftina svo ég neyddist til að breyta henni aðeins. Það kom alveg ljómandi vel út svo ég hugsa að ég haldi mig við hana.
Hráefni:
- 1/2 bolli graskersfræ
- 1/2 bolli hampfræ (fást í Sollu-hillunni)
- 1/2 bolli sesamfræ
- 1 bolli kókosflögur/kókosmjöl
- 1 bolli döðlur
- 4 msk kókosolía
- 2 msk hnetusmjör (hreint)
- 4 msk hreint kakó
- 1 tsk vanilla
Aðferð:
- Leggið döðlurnar í bleyti í kalt vatn í 20-30 mín eða hellið yfir þær heitu vatni og látið liggja í smástund.
- Setjið allt hráefnið nema kókosolíuna og döðlurnar í matvinnsluvélina og blandið í smástund. Það má vera smá “crunchy”. / Eða ef þið eigið ekki matvinnsluvél, malið með töfrasprota.
- Setjið eina og eina döðlu í einu (nema þið séuð með mega túrbó matvinnsluvél sem ræður við allt í einu) og setjið svo kókosolíuna út í líka (ekki bræða hana, best að hún sé við stofuhita). Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá má bara mauka döðlurnar með töfrasprota og blanda svo saman með sleif/höndum.
- Setjið deigið á smjörpappír, þjappið því og látið kólna. Skerið svo í bita og geymið inni í ísskáp.
English version for my English speaking friends 🙂
This is by far the best protein snack/candy I have ever taste and so simple.
1/2 cup pumkin seeds
1/2 cup hemp seeds
1/2 cup sesame seeds
1 cup coconot flakes
1 cup dates
4 tbsp coconut oil
2 tbsp peanut butter (without sugar)
4 tbsp coca
1 tsp vanilla
Soak the dates and make paste.
Grind the pumpin seed and the coconut flakes and mix toghether with the other seeds and coca.
Blend together date paste, peanut butter, coconut oil and vanilla.
Mix everything together.
When you have made balls or squares put it in the refrigerador for 30 min.
Enjoy 🙂
Sæl. 1 tsk vanilla. Eru það vanilludropar?
Kv. Unnur Gunnl.
Sæl, já magnið er miðað við vanilludropa en ef það er notað hreint vanilluduft má nota minna.
Kær kveðja,
Oddrún
[…] er hampnammið holla en ég gerði örlitlar breytingar, skipti hnetusmjöri og kókosolíu út fyrir kakósmjör […]