Þar sem bláberjauppskera landsins hefur sjaldan verið jafn góð, amk. sunnan lands er tilvalið að smella inn einni góðri bláberjamuffins. Ég leitaði út um allt að uppskrift en fann enga sem mér leist nógu vel á svo ég blandaði þremur í eina. Hún tókst ljómandi vel og mæltist vel fyrir af litlu dómurunum.
2 bollar gróft spelt
2 bollar fínt spelt
5 msk möluð hörfræ
4 tsk vínsteinslyftiduft
0,75 dl / 12 msk kókosolía/ smjör/ olía
2 bollar hrísmjólk eða ab mjólk
0,75 bolli rapadura sykur
1 tsk himalayjasalt
2 tsk vanilludropar
2 egg
1/2-1 bolli valhnetur
4 bollar bláber ( þetta var alveg í mesta lagi bláber og ég mun setja minna næst)
Blandið saman þurrefnunum í eina skál og vökvanum í aðra, blandið svo rólega saman og setjið bláberin í síðust. Reynið að hræra sem minnst í deginu þegar búið er að blanda bláberjunum saman við .
Bakið í ca 30 mín við 180°C
24 stórar muffins
Published by