Kjötsúpa í nýjum búningi

Ef það er til afgangur af lambalæri finnst okkur oft gott að fá okkur súpu úr afganginum.

kjötsúpa

Hér er uppskrift af kjötsúpu sem er pínu öðruvísi en sú gamla góða.  Það má auðvitað nota hvaða grænmeti sem er en hér er mín útgáfa:

 • Ca 2 litrar af vatni
 • 2 msk af súpukrafti frá Sollu
 • 2-3 gulrætur
 • ½ sellerírót
 • 1-2 stilkar sellerý
 • ½ haus af brokkolí (líka stöngullinn)
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1-2 tsk timían
 • 1-2 tsk kóríander
 • Salt + pipar
 • 2 dl eldað Kínóa/ eða hýðishrísgrjón
 • 2 lúkur af smátt skornu lambalæri
 • ¼ – ½ haus íslenskt hvítkál

(að bæta við 1 msk hrásykri eða hlynsýróp  gefur mjög gott bragð)

 1. Setjið vatnið í pott og hitið að suðu.
 2. Brytjið grænmetið á meðan vatnið hitnar.
 3. Setjið súpukraftinn út í og svo grænmetið, það er best að byrja því að setja grænmetið sem þarf lengstan suðutíma fyrst út í og svo koll af kolli.
 4. Pressið hvítlaukinn og kryddið.

Ég miða við það að gulræturnar sjóði ca 15-18 mín, eða þangað til þær eru orðnar mjúkar en ekki maukaðar.  Undir lokin fara lambalærið, kínóa og hvítkálið út í. Ég rétt læt hvítkálið hitna.

Ef þið eruð ekki von að kaupa sellerírót þá hvet ég ykkur til þess, hún er bæði holl og bragðgóð.   Bæði mjög góð í súpur og bökuð í ofni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s