Snemma beygist krókurinn :)

Mmmmm “meira nakk” sagði litli kúturinn og stakk upp í sig öðrum bita af beltisþara 😉

Hann elskar hollustu eins og mamman og snakk eins og pabbinn 😉

Ef börn byrja snemma að smakka á allskonar mat eru meiri líkur á því að þau venjist bragðinu.  Í þessu tilfelli hef ég ekki verið að gefa honum þennan þara sérstaklega en honum tókst á opna krukkuna sjálfur og var svona ægilega ánægður.  Ég er nýbyrjuð að borða þetta og þetta er snakkið mitt á meðan ég elda matinn, svolítið á bragðið eins og sjór en samt fæ ég mér alltaf annan, stórskýtið alveg 🙂  Það eru alveg ótrúlega mörg næringarefni í svona sjávargrænmeti og meðal annars gríðarlegt magn af joði sem er svona ægilega gott fyrir eðlilega virkni skjaldkirtilsins.

IMG_4242

IMG_4241

IMG_4240

IMG_4238

Eigið þið góðan dag 🙂

Published by

2 thoughts on “Snemma beygist krókurinn :)

    1. Sæl, hann ætti að fást í öllum heilsubúðum. Beltisþari heitir öðru nafni sugar kelp. Mér skilst líka að í Japan er algengt að börn borði nori rúllur (rifnar niður) sem snakk 🙂
      Kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply to Guðný Petrína ÞórðardóttirCancel reply