Uppskriftarheftið sem ég var með til sölu fyrir jólin er aftur í boði 🙂 Eftir fjölda margar fyrirspurnir á hvað ég að láta prenta fleiri. Það eru greinilega margir sem eru til í að gefa hollari bakstri og hollari sætindum gaum núna á nýju ári. Enda eiga þessar uppskriftir rétt á sér allt árið um kring 🙂
Hér koma smá upplýsingar um heftið:
Það inniheldur rúmlega 40 uppskriftir af sætindum, súkkulaði, konfekti, smákökum, tertum, ís ofl. Uppskriftirnar eru bland af hráfæði og venjulegum bakstri. Þær eru ekki allar sykurlausar en flestar uppskriftirnar eru sættar með döðlum, kókospálmasykri og stevíu.
Það er uþb. helmingurinn af þessum uppskritum þegar að finna á blogginu en helmingurinn eru nýjar uppskriftir sem hafa ekki ennþá birst hér á vefnum.
(Það eru aðeins myndir í efnisyfirlitinu en ekki við hliðina á hverri mynd)
Verðið er 2300 kr og er heftið sent heim að dyrum.
Hafið þið áhuga á því að eignast heftið, hafið þið bara samband á heilsumamman@gmail.com eða sendið skilaboð á Facebook þar sem þið fáið millifærsluupplýsingar og gefið upp heimilisfang.
Hlakka til að heyra frá ykkur og vona svo sannarlega að uppskriftirnar eigi eftir að koma að góðum notum 🙂
[…] sem verður á mánudagskvöldið hjá Lifandi markaði, 2 klst, fullt af smakki, flott uppskriftarhefti með 40 uppskriftum og skemmtileg kvöldstund […]