Kúrbítsmúffurnar sem slóu í gegn

Í fyrra birti ég uppskrift af kúrbíts múffum, þær voru nokkuð grófar, næstum eins og brauð og ég fann uppskriftina einmitt fyrir sunnudags-brunch.  Um daginn átti ég þennan fína kúrbít og mundi eftir kökunum sem hafa ekki verið bakaðar í nokkra mánuði.  Mig langaði að gera aðeins kökurnar aðeins meira djúsí svo ég breytti uppskriftinni örlítið.   Þessar kökur hafa nú verið bakaðar 3 helgar í röð fyrir mismunandi kaffiboð og hafa allstaðar mælst mjög vel fyrir.  Eftir siðasta kaffiboð var komin mikil pressa að setja kökurnar hingað inn.

Kúrbíturinn gerir kökurnar svo mjúkar og góðar og mun hagkvæmari…og já hollari, þetta er win-win-win 🙂

Kúrbítsmúffur

Hráefni:

 • 3 egg
 • 1/2 bolli kókospálmasykur eða hrásykur
 • 1/2 bolli brædd kókosolía eða önnur góð olía t.d. lífræn sólblómaolía
 • 2 tsk vanilludropar
 • 20 dropar stevía (ekki verra að hafa hana með karamellubragði)
 • 2 bollar spelt (gróft og fínt)
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk salt (himalayja eða sjávar)
 • 1 meðalstór kúrbítur
 • 100 gr 70 % súkkulaði
 • 1/3 bolli pecan hnetur (eða valhnetur)

Ath. 1 bolli er 2,3 dl (Ef þið eigið svona ekta kakókönnu inni í skáp duga þær fínt, en annars er hægt að kaupa amerískt bollamál í flestum búðum sem selja búsáhöld á lítinn pening)

Aðferð:

 1. Blandið saman eggjum, sykri, olíu og vanilludropum þangað til létt.
 2. Blandið öllum þurrefnunum saman og blandið saman við blautu efnin.
 3. Rífið kúrbítinn niður með rifjárni, þið getið flysjað hann fyrst með ostaskera til að taka græna hýðið í burtu ef þið haldið að það fæli einhverja frá 😉  (en auðvitað hollara að hafa svolítið grænt með 😉 )
 4. Saxið hneturnar og súkkulaðið og blandið öllu saman við þurrefnin.
 5. Setjið deigið í pappírsmót og bakið við 200°c í 20 – 22 mín

Verði ykkur að góðu 🙂

 

 

 

 

 

Published by

Leave a Reply