Meistaramánuður og súperhollt matreiðslunámskeið

Meistaramánuður runninn upp enn og aftur, eru margir að taka þátt og setja sér markmið.  Ég er búin að hugsa mikið um hvaða marmið ég vil setja mér… loksins á degi 5 í mánuðinum var ég komin með markmiðið á hreint…. ég veit, ein pínu lengi að hugsa en það er töluvert skemmtilegra að vera með marmið sem maður er virkilega spenntur yfir en ekki bara “eitthvað”!   Ég ætla ekki að setja mér markmið varðandi hreyfingu og mataræði (það er í ágætis standi þó að auðvitað sé alltaf hægt að gera aðeins betur eins og með allt).  Ég ætla heldur ekki að setja mér markmið eins og að búa um rúmið á hverjum einasta degi eða hætta að snúsa.

Heldur er makmiðið fyrir október mánuð að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi.  Það verður enginn skemmtidagskrá  heldur bara meira gert af skemmtilegum hlutum. Það gætu jafnvel verið hversdagslegir hlutir sem við tökum sem sjálfsagðan hlut að þá bara njóta þeirra bara aðeins betur.  Þetta er góð áskorun fyrir mig því ég á það til að festast of mikið í hversdagsleikanum og í öllum hasarnum og stundum er erfitt að finna tíma til að gera eitthvað skemmtilegt á milli þess að vinna, skutla í tómstundir, sinna heimanámi ásamt þrifum og eldamennsku.  Ég gleymi of oft að njóta augnabliksins og set yfirleitt alltaf það sem “þarf” að gera ofar í forgangsröðina en það sem væri “gaman” að gera.  Dæmi um þetta er t.d. að brjóta frekar saman þvottinn heldur en að skella sér í heitt lavender bað.  Eða senda frekar tölvupósta sem ég “þarf” að senda heldur en að fara snemma í rúmið með góða bók.  Á ég að halda áfram… frekar að fara í bónus á meðan miðjan fer í fimleika í stað þess að kíkja í kaffi til tengdamömmu.  Það er nefnilega þannig að það er alltaf eitthvað sem við “þurfum” að gera…verkefnin fara ekkert en börnin stækka, gamla fólkið eldist og það er ekki gaman að átta sig á því að við höfum bara alveg gleymt að leika okkur og njóta lífsins.

Það að gera skemmtilega hluti, hlæja og slaka á hefur nefnilega töluvert með heilsuna okkar að gera.  Þannig að þetta er mjög heilsusamlegt markmið og ég er farin að hlakka til.  Ég byrjaði í byrjun vikunnar og þessi vika er búin að vera sérdælis skemmtileg á allan hátt.  Í gær fór ég t.d. á kaffihús með vinkonu og við spjölluðum örugglega í tvo klukkutíma þrátt fyrir að verkefnin biðu eftir mér heima.  Og á meðan miðjan mín var í fimleikum fórum við yngsti á bókasafnið og í göngutúr í haustkyrrðinni í stað þess að þeysast um á bílnum á milli búða eins og stundum er.  Kannski ekki merkilegt fyrir suma en fyrir mig er þetta stór merkilegt 🙂

En fyrir ykkur sem eruð að setja ykkur markmið varðandi mataræðið þá verð ég með matreiðslunámskeið mánudagskvöldið 19.október þar sem áherslan er á einfalda en súperholla matreiðslu.  Ef chia fræ, hamp fræ, kínóa og grænkál eru ekki enn vinir þínir ennþá átt þú klárlega erindi á þetta námskeið 😉

auglysingsuperholltihaust

Hér er smá um námskeiðið:

Súperhollt í haust
Við búum til súperhollan einfaldan og góðan mat. Við útbúm til dæmis til grænan orkudrykk, grænmetisrétt, pestó og sósur sem eru stútfullar af góðri næringu og margt fleira. Ekki má heldur próteinríkum og næringarríkum nammikúlum.

Þetta verður lifandi námskeið þar sem allir fá að spreyta sig og við hjálpumst að við að útbúa matinn. Það á eftir að koma þér á óvart hversu einfalt það getur verið að búa sjálfur til ofurhollt frá grunni.

Að þessu sinni er ekki reiknað með að börnin komi með en þau eru velkomin á namminámskeiðin sem verða í nóvember.

Verð: 6800 kr
Tími: 19.október kl:17:30-20:30
Staðsetning: Lifandi Markaður
Skráning: heilsumamman@gmail.com

*  Ekki gleyma að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi.

Annars bara gleðilegan meistaramánuð og megi helgin verða ljúf hjá ykkur öllum 🙂

Published by

2 thoughts on “Meistaramánuður og súperhollt matreiðslunámskeið

  1. Hæ hæ 🙂 Ég vil endilega kom á namminámskeiðið í nóvember með son minn 🙂 Hann er svaka spenntur fyrir því og loksins farinn að elska chia grautinn 🙂 Getur þú skráð okkur núna eða á ég að hafa samband þegar nær dregur? 🙂 Kv. Sólrún Aspar Date: Fri, 9 Oct 2015 11:52:16 +0000 To: solas77@hotmail.com

  2. En skemmtilegt 🙂 Ég skal skrá ykkur hér en sendi þér póst þegar nær dregur 🙂 Viljið þið koma fimmtudaginn 19.nóv eða laugardaginn 21.nóv ?

Leave a Reply