Þá eru næstu dagsetningar komnar á hreint. Það eru margir búnir að vera að bíða en ég hef verið upptekin í öðrum verkefnum. Ég hlakka til að hitta ykkur og eiga góðan tíma saman. Það verða aðeins færri námskeið núna heldur en í fyrra svo ég vona innilega að þessar dagsetningar henti og allir komist.
15.mars (miðvikudagur) Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum
Sívinsælt námskeið þar sem börnin geta komið með og lært um næringaríkan mat, þá fá allir að hjálpast að og svo borðum við saman. Hér má sjá 2 mismunandi umfjallanir um þetta námskeið, eina frá Ellý Ármanns og aðra frá Útipúkum. Kl. 17.00-20.00, verð: 8500 kr, börn (10-18) greiða 1000 kr.
22.mars (miðvikudagur) Ljúffengir grænmetisréttir – hugmyndir af öllum máltíðum dagsins
Langar þig að bæta meiri næringu inn í daglegt líf – þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Við vinnum á stöðvum og búum til dæmis til grænan bragðgóðan drykk, avókadó jógúrt með múslí, chia graut, pestó, svartbaunaborgara, sósur og meðlæti og eftirrétt. Kl. 17.00-20.00, verð: 8900 kr
5.apríl (miðvikudagur) Nammi námskeið
Þetta er sama námskeið og við vorum með í nóvember. Það var mikil ánægja með það og ekki allir sem komust, þess vegna endurtökum við leikinn. Börn 10-18 ára eru velkomin á þetta námskeið í fylgd með foreldrum. Kl. 17.00-20.00, verð: 8900 kr, börn (10-18) greiða 1000 kr.
7.apríl (föstudagur) Nammi námskeið
Aftur endurtökum við leikinn frá því í nóvember og bjóðum upp á glas af lífrænu rauðvíni með súkkulaði smakkinu. Kl. 17.00-20.00, verð: 8900 kr
Öll námskeiðin eru haldin í Spírunni, Garðheimum.
Til að bóka sæti á námskeiðin, sendið póst á heilsumamman@gmail.com
Vegna fjölda fyrirspurna er ég að athuga með námskeið á Akureyri í byrjun apríl, ef þið viljið vera á póstlista fyrir það, endilega sendið mér línu 🙂
Hlakka til sjá ykkur 🙂
Published by