Döðlumauk

Ég veit eiginlega ekki hvort þetta teljist sem uppskrift eða hugmynd.  En að gera dölumauk er mjög góð leið til að minnka sykurneysluna.

Látið döðlur (best að setja heilan poka) liggja í bleyti í ca.30 mín og maukið svo í matvinnsluvél.  Má líka setja í pott, setja vatn svo fljóti yfir og sjóða í ca10 mín, kæla og setja í matvinnsluvél.  Fyrri aðferðin er einfaldari og þægilegri en seinni aðferðinina er gott að nota ef maður er í tímaþröng.

Best að setja í stóra glerkrukku og nota svo í staðinn fyrir sykur.

Döðlumauk

Indverska sósan

Þessi sósa er í algeru uppáhaldi hjá mér.  Ég bý hana oft til þegar ég elda fisk.  Málið er að á heimilinu er vinsælast að borða fisk með smjöri og tómatsósu eða fiskibollur, annað veldur bara vonbrigðum.  Þannig að ég hef þetta bara einfalt, sýð fiskinn og svo fá krakkarnir (og jafnvel eiginmaðurinn líka) sér sína tómatsósu en ég bý mér til mismunadi sósur og pestó og set yfir minn fisk.  Afganginn geymi ég svo inni í ísskáp og nota næstu daga á eftir á kjúkling, hrísgrjón, kínóa, gufusoðið grænmeti ofl.  Innihaldslistinn er nokkuð langur en látið hann ekki fæla ykkur frá því þetta tekur aðeins nokkrar mínútur.

1 laukur

3-4 hvítlauksgeirar

2-4 cm engifer (eftir smekk)

Kókosolía (til að steikja upp úr, ca 2 msk)

1 kúfuð msk garam masala

1 tsk curry paste (frá Patkas)

1-2 msk Turmerik

2 msk tómatpuré

2-3 tsk mango chutney (eftir smekk)

Kókosmjólk (ég nota bleika fernu frá Santa Maria og fæst í Bónus, hún er þykk en bara 200 ml, þá set ég eina fernu, en ef þið eruð með dós myndi ég setja út helminginn af dósinni og sjá svo til.)

salt og pipar

1/2 lime

Steikjið laukinn í kókosolíunni við lágan hita, bætið svo við hvítlauk, engifer og öllum kryddunum.  Látið malla, bætið við tómatpúrrunni ásamt kókosmjólkinni, kreistið lime og kryddið með salt og pipar.  Ég set töfrasprotann í gegnum sósuna eða set hana í blandarann svo laukurinn verði alveg maukaður.

Indverska sósanindverska sósan