Krókódíladjús (Chlorella)

Chlorella í ávaxtasafa er sumardrykkur krakkana í ár.  Ekki það að þeim finnist það eitthvað sérstaklega æðislega gott en þau láta sig hafa það. Sérstaklega ef það er hægt að drekka drykkinn með fallegu röri eða úr flottu glasi.   Við höfum drukkið þennan græna drykk síðastliðna 2 mánuði undir nafninu krókódíladjús.   Uppskriftin er ca. 1/2 -1 teskeið af dufti í safann.  Hægt og rólega er hægt að bæta við skammtin eftir smekk.

En af hverju í ósköpunum að drekka Chlorella.  Chlorella eru  ferskvatns grænþörungar sem innihalda mikið magn af blaðgrænu og eru alveg ótrúlega hollir, innihalda fullt af vítamínum, amínósýrum og steinefnum og eru góðir fyrir meltinguna.  Aðal ástæðan fyrir því við höfum tekið þetta inn er að Chlorella hjálpar við að hreinsa eiturefni úr líkamanum.  Þungmálmar geta safnast upp í líkamanum og haft áhrif á námsárangur, tilfinningasvið, hegðunarmynstur og athygli.  Elsta skvísan mín mældist með mikið magn af þungmálmum í mælingu hjá Matthildi náttúrlækni en eftir mánaðar neyslu af “krókódíladjús” var mikill munur á þessari mælingu og ég býð spennt að sjá hversu mikill munur verður eftir alla krókódíladsjús-drykkjuna í sumar 🙂

Published by

2 thoughts on “Krókódíladjús (Chlorella)

  1. Sæl,
   Ég hef keypt duft í Lifandi Markaði. Það er aðeins dýrara en töflurnar en minna unnið og auðveldara að koma því í ungviðið.
   Kær kveðja,
   Oddrún

Leave a Reply