Risa kúrbítur

Lífrænt grænmeti kemur í öllum stærðum 🙂  Fórum á lífrænan markað í Engi um daginn og keyptum fullt af yndislegu lífrænu grænmeti og meðal annars þennan Risa kúrbít. Stóðst hreinlega ekki freistinguna 🙂 Fyrir þessa dásemd borguðum við 350 kr. hver segir svo að það sé dýrt að borða hollt. Hann var notaður í grænmetissúpu og grillaður í sneiðum.  Það er líka hægt að baka þrælgóða súkkulaðiköku úr kúrbít.

Published by

Leave a Reply