Kínóa er glúteinlaust korn, reyndar telst það vera fræ frekar en korn. Það er mjög næringarríkt, próteinríkt (það inniheldur allar 8 amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar), trefjaríkt og inniheldur góðar fitursýrur. Það er skemmst frá því að segja að þetta litla korn er komið í algert uppáhald hjá mér. Nú er það í boði í morgunmat, hádegismat og kvöldmat en kannski ekki allt sama daginn 😉 Það er sniðugast að elda mikið í einu og eiga svo tilbúið í skál inni í ísskáp. Soðið Kínóa geymist í nokkra daga í loftþéttu íláti.
Þegar Kínóa fór að fást í Sollu hillunni í Bónus reyndi ég nokkrum sinnum að gera morgungraut úr því en hann var alltaf svo rammur að ég gafst upp á því. En mér fannst gott að sjóða Kínóa og setja vel af grænmetiskrafti og nota svipað og hrísgrjón.
En málið er að það borgar sig að leggja grjónin í bleyti. Skola vel fyrst og leyfa þeim svo að liggja í köldu vatni, amk. hálftíma eða yfir nótt. Við það losnar efni sem heitir Sapponin af korninu. Þetta er náttúrulegt skordýraeitur og það er gott að losna við það áður en við borðum grjónin. Þegar þið hellið vatninu af grjónunum sjáið þið að vatnið er mjög gruggugt og líka mjög sterk lykt af því . Ef þetta er gert er ekki lengur þetta ramma bragð af því.
Þegar Kínóa er soðið:
Setjið 1 hluta af Kínóa í pott ásamt 2 hlutum af vatni og sjóðið í 20 mín
Eins og ég nefndi hér að ofan finnst mér sniðugast að sjóða mikið magn í einu og þá er t.d. mjög fljótlegt að búa til graut á morgnanna, þá þarf ekki að sjóða í 20 mín, heldur bara hita upp 🙂
[…] dl af soðnu Kínóa (eða sjóðið […]
Svakalega fróðlegt um Sapponin hjá þér Oddrún, hafði ekki hugmynd um þetta en er búin að uppgötva kínóa líka. Það er alveg æði!
[…] 6 dl soðið kínóa […]
[…] elska kínóa og hef sagt það nokkrum sinnum. Það er bara eitthvað svo einfalt og gott hráefni. Ég […]
[…] dl Soðið kínóa eða 3-4 msk […]