Súkkulaði-berja ofur drykkur

Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af því að blanda súkkulaði og berjum saman í smoothie en eftir að hafa hlustan á fyrirlestur með David Wolfe, Superfood sérfræðingi, var ég ólm í að finna einhverja góða blöndu þar sem þetta tvennt færi saman.  Samkvæmt honum er súkkulaði (hreint) það sem inniheldur mest andoxunarefni í veröldinni, hvorki meira né minna.  Og það sem meira er virðast andoxunaráhrifin þrefaldast ef súkkulaði og berjum er blandað saman.  Þannig að ég fór að blanda og endaði á þessum svaðalega ofur-sjek.  Bragðið kom mér verulega á óvart og hann hefur verið uppáhald síðan og er dásamlegur seinnipartinn til að fylla á tankinn áður en tómstundir, heimalærdómur, kvöldmatargerð og önnur heimilisstörf taka við.

 1. 1-2 lúka möndlur (búnar að liggja í bleyti)
 2. 1-2 dl vatn
 3. 2,5 dl jarðaber
 4. 2,5 dl bláber
 5. 2 msk kakó
 6. 1-2 tsk kakósmjör
 7. 1 msk kakónibbur
 8. 2 msk hampfræ
 9. 1-2 msk kókosolía
 10. 2 msk hunang
 11. 1 tsk acai duft (ef þið eigið það til)
 12. 3 msk hveitikím

Byrjið á því að blanda saman möndlum og vatni svo úr verði mjúk möndlumjólk. Blandið öllu hinu saman við og blandið þangað til silkimjúkt.  Bætið hveitikíminu út í síðast og helst bara hræra því rólega saman við.

Súkkulaði berja ofur drykkur

Published by

Leave a Reply