Einfaldasta og ódýrasta Pesto í heimi

Í vor var ég var að búa til pestó en átti engar hnetur til að setja í það.  Það kom ekki að sök og þessi útgáfa sló algerlega í gegn og hefur síðan þá verið gert á þennan ofur einfalda hátt.

 • 10 sólþurrkaðir tómatar ca (nota þurrkuðu tómatana frá Sollu, læt þá liggja í bleyti áður en ég nota þá.)
 • 2 msk tómatpuré
 • 1 hvítlauksrif
 • smá herbamare
 • 0,5 dl extra virgin ólífuolía
 • 0,5 dl lífræn sólblómaolía

Setjið tómatana í mini matvinnsluvélina, matvinnsluvél eða blandara og maukið. Pressið hvítlauk og blandið saman við ásamt olíunum.

Bragðið og hollustan fer svo upp á hærra plan ef það er til fersk basilika og/eða oregano til að setja saman við.

pestó

Published by

9 thoughts on “Einfaldasta og ódýrasta Pesto í heimi

  1. Hæ 🙂 Prófaðu bara að sleppa honum og sjá hvort þér finnst vanta meira bragð. Þú getur svo bara í staðinn kryddað með kryddum sem þér finnst passa. T.d. þurrkaðri basiliku, timían eða oregano. Gætir líka gert tilraunir með paprikukrydd eða reykta papriku (þá ertu komin með svolítið bbq bragð)!

 1. Ok glæsilegt, takk kærlega vel fyrir svarið og ég hlakka til að klára að skoða alla síðuna þína og fylgjast með. 🙂

 2. Algjört nammi… ég setti smá aukahvítlauk, þykir hann svo góður 🙂 Hversu lengi geymist svona pestó?

  1. Sæl,
   Já mmmmmm um að gera að hafa nógan hvítlauk 🙂
   Ég hef geymt í ísskáp í 2-3 vikur og það hefur alveg dugað svo lengi.
   Takk fyrir að lesa og deila 🙂
   Kær kveðja,
   Oddrún

 3. Sæl og takk fyrir góða uppskriftir og fróðleik 🙂 Var að velta fyrir mér ástæðunni fyrir 1/2 dl sólblómaolíu en ekki bara 1 dl af extra virgin ??

  kv, Bentína

Leave a Reply