Einfaldasta og ódýrasta Pesto í heimi

Í vor var ég var að búa til pestó en átti engar hnetur til að setja í það.  Það kom ekki að sök og þessi útgáfa sló algerlega í gegn og hefur síðan þá verið gert á þennan ofur einfalda hátt.

 • 10 sólþurrkaðir tómatar ca (nota þurrkuðu tómatana frá Sollu, læt þá liggja í bleyti áður en ég nota þá.)
 • 2 msk tómatpuré
 • 1 hvítlauksrif
 • smá herbamare
 • 0,5 dl extra virgin ólífuolía
 • 0,5 dl lífræn sólblómaolía

Setjið tómatana í mini matvinnsluvélina, matvinnsluvél eða blandara og maukið. Pressið hvítlauk og blandið saman við ásamt olíunum.

Bragðið og hollustan fer svo upp á hærra plan ef það er til fersk basilika og/eða oregano til að setja saman við.

pestó

9 athugasemdir við “Einfaldasta og ódýrasta Pesto í heimi

 1. Bakvísun: Pestó pasta með/eða án kjúklings | Heilsumamman

  • Hæ 🙂 Prófaðu bara að sleppa honum og sjá hvort þér finnst vanta meira bragð. Þú getur svo bara í staðinn kryddað með kryddum sem þér finnst passa. T.d. þurrkaðri basiliku, timían eða oregano. Gætir líka gert tilraunir með paprikukrydd eða reykta papriku (þá ertu komin með svolítið bbq bragð)!

  • Sæl,
   Já mmmmmm um að gera að hafa nógan hvítlauk 🙂
   Ég hef geymt í ísskáp í 2-3 vikur og það hefur alveg dugað svo lengi.
   Takk fyrir að lesa og deila 🙂
   Kær kveðja,
   Oddrún

 2. Bakvísun: Þegar þarf að fjarlægja mjólkurvörur úr fæðunni. | Heilsumamman

 3. Sæl og takk fyrir góða uppskriftir og fróðleik 🙂 Var að velta fyrir mér ástæðunni fyrir 1/2 dl sólblómaolíu en ekki bara 1 dl af extra virgin ??

  kv, Bentína

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s