Jarðarberjasnakk

Ég var í smá tilraunastarfsemi um helgina og var að reyna að búa til ávaxtarúllur.  Ég er búin að sjá þetta á nokkrum erlendum bloggum og langaði til að prufa.  Þetta á að vera mjög einfalt, setja ávexti í blandara, setja blönduna í ofnskúffu og baka lengi við lágan hita.  Skera svo í lengjur og rúlla upp.  Þetta eiga að verða seigar og djúsí lengjur og myndirnar eru svooooo girnilegar.

Það sem kom út úr ofninum hjá mér átti sko ekkert sameiginlegt með girnilegu myndunum sem ég var búin að horfa svo mikið á.  Ég gat sjálfsagt sjálfri mér um kennt því ég prufaði að nota frosin jarðaber því ég tímdi ekki ferskum í svona tilraunastarfsemi.  Sennilega er allt of mikill vökvi í þeim sem gufaði svo bara upp í hitanum og því varð “rúllan” alltof þunn.  Þetta voru þó ekki alger mistök því þetta voru stökkar flögur sem ég skóf af bökunarpappírnum og gengu undir nafninu Jarðarberjasnakk alla helgina hjá ungu kynslóðinni.

Bleikar, súrar og sætar, engar transfitusýrur, hertar jurtaolíur, msg eða annar óþverri.  Litli kúturinn á heimilinu,  20 mánaða var í sæluvímu yfir því að sitja með “NAKK” í skálinni sinni en eiginmaðurinn sem er alger snakk-isti var nú ekki alveg sannfærður og hélt sig em lengst í burtu frá jarðaberjasnakkinu.

Um næstu helgi ætla ég að halda áfram í tilraunastarfseminni og leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gengur 🙂

En ef ykkur langar í jarðaberjasnakk þá er uppskriftin svohljóðandi:

5 dl frosin jarðaber (eða fersk)

1 msk hunang

Blandað saman í blandara, sett á bökunarplötu og dreift jafnt úr blöndunni. Bakað í 2 klst við 120°C

Jarðaberjasnakk

Jarðaberjasnakk

jarðaberjasnakk

Jarðaberjasnakk

Jarðaberjasnakk

Published by

Leave a Reply