Súkkulaðissjeik

Hreint kakó er ein sú besta ofurfæða sem til er, svo það er um að gera þegar súkkulaðiþörfin kemur yfir mann að smella bara í súkkulaðisjeik.  Yfirleitt eru bananar notaðir með súkkulaði en það er líka mjög gott að nota perur.  Þennan gerði ég í vikunni og litli stubburinn missti sig alveg, honum þótti hann svo góður, meija meija, meija heyrðist hvað eftir annað þangað til allt var búið.

2 stór glös eða 4 lítil

  • 2 stórar perur eða 3 litlar
  • 2 msk hreint kakó
  • 2 msk kakónibbur (eða meira kakó)
  • 2-3 msk hampfræ
  • Lúka af spínati
  • 2 msk af hreinu hnétusmjöri
  • 2-3 msk Hveitikím
  • Vatn – eins og þarf
  • Sevia – nokkrir dropar ef þið viljið sæta (eða smá hunang)

Allt sett í blandara og blandað vel, gott að setja smá klaka með.

Súkkulaðismoothie

Hampfræ eru alveg súper holl og gott að venja sig á að nota þau í sjeika.

Þessum texta stal ég af netinu: Hampfræ flokkast sem ofurfæða því þau innihalda mikið af próteini en í tveimur teskeiðum er að finna 8 gr. af próteini. Auk þess innihalda hampfræ 10 gerðir af amínósýrum sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Í þeim er einnig að finna Omega 3, 6 og 9, magnesíum, járn, zínk og kalíum.

Published by

Leave a Reply