Súkkulaðimarsipanhjörtu

Ég fæ bara ekki leið á súkkulaði, þannig er það bara 🙂  Um daginn fjárfesti ég í ótrúlega sætum sílíkonmótum með litlum hjörtum, það er líka hægt að fá litla kassa og fleiri útgáfur.  Sumum fjölskyldumeðlimum finnst þetta reyndar minna sig á allt annað en hjörtu en ég fer ekki nánar í það hér 😉  Það er skemmtilegt að leika sér að því að gera eitthvað sniðugt og um síðustu helgi bjuggum við mæðgurnar til marsipanhjörtu.

IMG_4936

Ég sá marsipan í Frú Laugu, þeirri frábæru verslun og þar sem það var á 25 % afslætti lét ég freistast.  Marsipanið sem er frá Ítalíu er úr lífrænum möndlum og hrásykri og bragðið er dásamlegt.  Það er svo gott að þeir sem borða alls ekki marsipan og finnst það hrikalega vont voru samt mjög hrifin af þessum hjörtum og komu alveg af fjöllum þegar þeim var sagt að það væri marsipan í þeim.

IMG_4706

Hráefni:

  • Heimagert súkkulaði eða brætt 70% súkkulaði
  • Marsipan

Aðferð:

Lítil kúla mótuð og sett í hvert mót og súkkulaðinu helt yfir, mjög einfalt og fljótlegt.

IMG_4909

IMG_4914

IMG_4918

Verði  ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Published by

4 thoughts on “Súkkulaðimarsipanhjörtu

Leave a Reply