Kjúklingapasta í sinnepsósu

Hér kemur réttur sem börnin á heimilinu elska.  Mjög einfalt og þægilegt, hægt að gera 1-2 dögum áður og geyma tilbúið sem gerir þetta stórsniðugt í útilegurnar og ferðalögin í sumar.  Þetta er vinsælt í hádegismatinn um helgar hér á bæ.  Þetta minnir á kjúklingapasta sem er hægt að kaupa tilbúið í bökkum í bensínsjoppum en þetta er bara svo miklu miklu betra 🙂

IMG_4587

Hráefni:

  • 1/2 Kjúklingur (tilvalið að nota afgang)
  • ca 250 gr af ósoðnu Pasta (heilhveiti eða spelt)
  • Sinnepsósa (2 skammtar)  (heimagerð, uppskrift hér)
  • 1/2 – 1 Rauð paprika
  • rauðlaukur, vorlaukur eða púrrulaukur eftir smekk
  • Svo má að sjálfsögðu bæta hvaða grænmeti sem er við, eftir smekk.

Aðferð:

  1. Pastað soðið eftir leiðbeiningum og svo kælt.
  2. Sinnepsósan búin til.
  3. Allt brytjað niður og blandað saman í eina stóra skál.
  4. Mömmu-útgáfan er þannig að ca. helmingurinn af skálinni er grænt salat og ef þið eigið ferska basilíku í eldhúsglugganum er það virkilega gott með.

IMG_4582

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply