Sumarlegur og sætur hristingur

Þennan drykk er ég búin að gera nokkrum sinnum og hann passar alveg einstaklega vel ef sólin skín.  Börnin kalla hann nammi drykk og ég get tekið undir það.

sumarlegur hristingur

Hráefni:

  • 3-4 dl frosin eða ferskur ananas
  • 1 epli eða 1 banani
  • 1 msk kókosolía
  • 4-6 dropar stevía eða 1 msk hunang
  • 3 -4 msk hampfræ
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • Vatn eða möndlumjólk (magn eftir smekk, hvort þið viljið hafa hann þykkan eða þunnan)

Aðferð:

Allt sett í blandarann og blandað vel. Drukkið svo með bestu lyst 🙂

Ef þið notið banana verður drykkurinn sætari og mætti þá nota ennþá minni stevíu eða sleppa.  Ég hef aðallega sett smá stevíu svo börnin kvarti ekki undan bragðinu af hampfræjunum.

Hampfræ eru stútfull af góðri næringu.  Þau eru mjög próteinrík, innihalda góðar fitusýrur( omega 3 og 6 í réttum hlutföttlum), E-vítamín og allskonar góð plöntuefni. 

Published by

Leave a Reply