Þá er vika 2 búin. Skemmtileg vika, ótrúlega var gaman að fara í leikhúsið og horfa á hana Línu og svo horfði hópurinn á Söngvakeppnina saman og það var aldeilis stuð. Við erum 3 vinahjón sem eigum samtals 9 börn og þar af eru 7 undir 6 ára þannig að það er heldur betur partý þegar við hittumst og gerum eitthvað saman 🙂 Ég hafði ekki neina séstaka skoðun á hvaða lag ætti að fara áfram, fannst nokkur nokkuð líkleg og er bara sátt við lagið sem fer, grípandi lag og flott stelpa sem syngur 🙂
En þá að vikunni, Það kemur mér bara alltaf á óvart hvað matur er dýr og hvað peningurinn er fljótur að hverfa í matarinnkaup. Ég var búin að búa til vikumatseðil og fór eftir honum að mestu leyti en ég fann það að ég lét ýmislegt vanta sem hefði gert vikuna betri, heilsulega séð. Til dæmis sleppti ég því að kaupa fisk í fiskisúpuna svo hún var að mestu grænmetissúpa með smá afgnags kjúkling. Og sama með lambagúllasið á föstudaginn svo ég notaði bara hakkið sem ég fékk í síðustu viku og bauð upp á mexíkó mat í staðinn. Á þriðjudagskvöldið var litli guttinn komin með kvef og hita og ég hélt að ég væri að fá flesnu og var komin undir sæng fyrir kvöldmat svo eiginmaðurinn var settur í að sjá um kvöldmatinn og þá varð grillaður kjúlli fyrir valinu í staðinn fyrir eggja máltíðina. Hnetunúðlurnar voru hinsvegar á sínum stað á mánudagskvöldið og dugðu mér svo í hádegismat 2x. Tíramísúkakan klikkar ekki, ég bjó hana til fyrir laugardaginn og nýt þess svo út vikuna að það hafi verið smá afgangur 😉
Batnandi fólki er best að lifa og okkur tókst að fara sjaldnar í búð en í síðustu viku, þ.e.a.s. engin búðarferð á miðvikudaginn. JEY 🙂 Spurning hvort það takist að fara ekki í búð 2 daga í næstu viku 😉 Vandamálið er nefnilega það að ég er að “spara” svo mikið í búðinni að ég kaupi ekki nóg og neyðist því til þess að fara aftur daginn eftir, spurning hvort sé þá um raunverulegan sparnað að ræða!
- Sunnudagur, Bónus = 8.905.-
- Mánudagur, Bónus= 2.938.- (svona það sem gleymdist að kaupa á sunnudeginum)
- Mánudagur, Fjarðarkaup =3.417.- ( Frosnir ávextir, 4 stórir pokar á tilboði)
- Þriðjudagur, Krónan = 1.795.-
- Þriðjudagur, Bónus = 3.581.-
- Fimmtudagur, Bónus = 2.320.- (Varð að fara í búð því það var klósettpappírslaust og auðvitað læddist fleira með)
- Föstudagur, Bónus= 7.090.- (matur fyrir helgina)
- Laugardagur, Bónus = 1059.-
- Samtals: 31.105.-
JAHÉRNA HÉR…. Ég fer að halda að þetta sé Mission Impossible 2015, Ríkisstjórnarbudgetið er greinilega ekki í neinu samræmi við leiðbeiningar Landlæknisembættis !!!
Það er eins og í hverri viku vanti eitthvað “dýrt” þ.e.a.s. hluti sem kosta nokkur hundruð krónur, t.d. möndlusmjör, hnetusmjör, kókosolíu, ólífuolíu, krydd ofl. maður býður alltaf eftir vikunni sem ekkert þarf að kaupa nema bara akkúrat það sem á að elda…kannski kemur hún einhvern daginn þessi vika 😉
Hvernig gengur ykkur að vera hagsýn ?
Það gengur bara vel Oddrún, tók þinni áskorun að spara,það er bara þannig hjá mér að þó að við séum bara 4. sem búum hér þá er ég með 6.kríli frá 8.til 3.og Jönu, og svo í jan þá var ég með 3. gesti sem voru hér alveg í viku.þannig að það er mjög erfitt að segja hvað ég er með stórt heimili,og svo eru fluttu börnin og barnabörnin oft hér í mat og svo fr.
En gaman að heyra Helga 🙂 Gaman að hafa fleiri með 🙂 Þú ert nú með töluvert stórt heimili og rík af bæði börnum og barnabörnum svo ég er ekki hissa á því að það fari mikið í mat 😉
Ég man ekki alveg hvernig vika tvö endaði hjá mér, minnir að það hafi verið í kringum 18.000.
Vikan mín byrjar á laugardögum og endar á föstudögum, fer í stóru innkaupaferðina á laugardagsmorgnum. Ég er komin í 16.000 kr fyrir þessa vikuna (plús 2.600 kr, en við leyfðum okkur að panta pitsu með júró), og veit ekki til þess að ég muni þurfa aftur í búð í vikunni – en auðvitað vantar stundum eitthvað. Við erum 4 – 2 fullorðin og 2 börn á leikskólaaldri, þar af annað með ofnæmi fyrir mjólk og eggjum (ss. kallar á sojamjólk og svona).
En ég reyndar hef forskot, við tökum alltaf hakk á haustin, þannig ég þarf ekki að kaupa hakk. Og ég fékk gefins öskju af þorski, þannig ég er heldur ekki að kaupa fisk.
En við erum samt ekki að borða svona rosalega hollt eins og þið.
Gleymdi einu – mér finnst rosalega gaman að fylgjast með þessari áskorun hjá þér 🙂
Ohhh heppinn að eiga bæði kjöt og fisk í frystinum 🙂 Væri sko alveg til í að hafa einhverja sjómenn nálægt mér, ég þarf kannski að fara að hringja í sjómennina frændur mína og athuga hvort ég geti fengið einhvern góðan díl 😉
En hvað það er gaman að það séu fleiri að fylgjast með og spara, gaman að spara saman 🙂