Langar þig að læra að búa til næringarríkara sælgæti ? Fá fullt af hugmyndum af gotteríi sem nærir, hressir og bætir í stað þess að gera þig þreytta/an og slappan/n. Langar þig að fá hugmyndir fyrir ferðalögin og fjallgöngurnar í sumar.
Við gerum súkkulaði og útfærum það á ýmsa vegu, gerum ofur orkukúlur sem eru frábærar í hversdagsleikanum þegar okkur vantar smá orkubita, karamellukubba sem allir krakkar elska (og fullorðnir líka) og einnig fínasta konfekt og hráköku sem sómir sér á hvaða veisluborði sem er.
Miðvikudagur 22.apríl kl.19.00-21.30 – Gistiheimilið Hjarðarból
Verð: 5900 kr Innifalið er: Uppskriftir og fullt af gómsætu smakki.
Skráning á: heilsumamman@gmail.com eða í gegnum facebook síðu heilsumömmunar
Ath. Munið að stéttafélög greiða allt að helming af námskeiðisgjöldum !
Published by