Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum – matreiðslunámskeið 13. apríl

Það þarf ekki að vera flókið að búa til góðan og barnvænan mat frá grunni. Á námskeiðinu fer ég yfir hvernig hægt er að gera mat barnanna okkar næringarmeiri ásamt því að ræða um mataruppeldi og hvernig við getum komið á góðum venjum strax í upphafi.

Námskeiðið er sýnikennsla og fyrirlestur.
Verð: 6800 kr
Innifalið er full máltíð og uppskriftir

Lifandi markaður, Borgartúni 24

13.apríl (mánudagur)

Kl. 17.30 – 20.30

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir hvort þetta námskeið snúist um ungbarnamat en svo er alls ekki heldur  fyrir börn á öllum aldri, alveg eins fyrir unglinga.  Hvernig getum við fengið þau til að velja sjálf hollustuna þegar við erum ekki til staðar til að passa þau og komið á góðum venjum sem jafnvel fylgja þeim alla ævi. Hvernig getum við snúið vörn í sókn varðandi sykrað morgunkorn, sætar mjólkurvörur og kex og kökur.

Á síðasta námskeiði bauð ég börnunum (8-18 ára) að koma á námskeiðið fyrir aðeins 1000 kr. Það  mæltist mjög vel fyrir enda um nammi námskeið að ræða og gríðarlegt fjör. Ég ætla að endurtaka þetta aftur núna því það voru strax komnar fyrirspurnir hvort þau gætu komið á fleiri námskeið 🙂

Til að bóka pláss sendið þá skilaboð á heilsumamman@gmail.com eða skilaboð í gegnum facebook síðuna

Hlakka til að eyða með ykkur skemmtilegri kvöldstund 🙂

Published by

2 thoughts on “Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum – matreiðslunámskeið 13. apríl

Leave a Reply