Ég mæli með: Tælenskt námskeið í Salt Eldhús

Um daginn dreif ég mig loksins á námskeið sem ég var búin að hafa augastað á lengi en hvorki gefið mér tíma né tímt að fara.  En í hvert skipti sem ég sá auglýsingu á facebook fékk ég alltaf pínu fiðrildi í magann og horfði á dagatalið… ætti ég að skella mér í þetta skiptið ?  En LOKSINS lét ég verða af því og fór á tælenskt matreiðslunámskeið í Salt Eldhús.

Ég var sko ekki svikin.  Námskeiðið var skemmtilegt og fræðandi og maturinn var geggjaður.  Stemmingin var ótrúlega góð og eftir námskeiðið sátum við og borðuðum þennan yndislega mat og skoluðum niður með eðal hvítvíni og þetta mynti frekar á saumaklúbb frekar en námskeið á tímabili.

Ég er hrifin af tælenskum mat, hann er léttur og mikið grænmeti notað.  Ég verð þó að viðurkenna að ég nota svona 10 % af uppgefnu chilli magni í þeim uppskriftum sem ég fékk 😉   Tælensku uppskriftirnar eru líka yfirleitt frekar hollar en það er helst að passa ap lesa vel utan á tilbúin mauk (paste) og sósur því þau eru mismunandi, sum innihalda t.d. MSG (E-621) en önnur ekki.

Ég læt fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu:

 

Allt gert klárt fyrir aðal eldamennskuna

salteldhus

 

12084024_10207901777645111_2100596142_n

Nauðsynlegt að pósa aðeins fyrir myndavélina

salteldhus

Hrönn Hjálmars vinkona mín fór með mér á námskeiðið, en hún er einmitt með frábæra matarsíðu sem er stútfull af hollum og góðum uppskriftum, endilega kíkið á hana: https://hronnhjalmars.wordpress.com/

salteldhus

Og svo byrjaði fjörið

salteldhus

Hluti af 8 réttunum sem við bjuggum til

salteldhus

Eigum við eitthvað að ræða þetta frekar…

salteldhus

salteldhus

salteldhus

Og svo var sest og notið matarins…ekkert smá huggulegt 🙂

salteldhus

 

Mæli svo sannarlega með  þessu námskeiði, ég er nú þegar búin að elda flesta réttina sem við gerðum um kvöldið og eiginmaðurinn er sáttur við fjárfestinguna og börnin líka.  Fjölskyldan er mjög ánægð með að fá eitthvað nýtt á matarborðið og ég ánægð með að spreyta mig á nýjum áskorunum.

Nú er bara að ákveða hvaða námskeið verður fyrir valinu næst…

 

Published by

Leave a Reply