Námskeið Janúar – Mars 2016

Ég held að 2016 eigi eftir að verða alveg þrusu skemmtilegt ár. Það leggst allavegna mjög vel í mig og vonandi ykkur líka 🙂  Ég er ekki mikið í áramótaheitum en mér finnst samt skemmtilegt að setjst niður og skipuleggja smá hvernig við ætlum að hafa árið, hvað langar okkur að gera, hvað er raunhæft en svo má alveg láta sig dreyma aðeins líka.  Það sem virkar vel hjá mér er að ákveða eitthvað tvennt skemmtilegt í hverjum mánuði yfir árið og skrifa það niður á blað.   Ég gerði það í fyrra og ætla að gera  það aftur núna.  Það þarf ekki að vera neitt stórbrotið eða kosta mikið, gætu verið atriði eins og að fara á skauta,  prófa bogfimi, labba upp á Esjuna, skipuleggja vinkonu hitting, fara á námskeið (t.d.matreiðslunámskeið blink blink) , stefnumót með makanum eða hvað sem okkur dettur í hug.  Ég set á blaðið hluti sem ég er alltaf á leiðinni að fara að gera, hluti sem mann langar að gera en komast ekki fyrir í þétt skipaðri hversdags dagskránni.  Þegar við erum búin að skrifa niður hvað við ætlum að gera eru nefnilega margfalt meiri líkur á því að við stöndum við það.

 

En talandi um skipulagningu þá  er komið plan fyrir fyrstu mánuði ársins, það er svolítið síðan námskeiðin komu inn á heimasíðuna hjá Lifandi Markaði, en það er nú nauðsynlegt að hafa þetta hérna inni hjá mér líka.

21. janúarSúperhollt fyrir alla fjölskylduna – Þetta námskeið var uppbókað, stórskemmtilegur hópur og skemmtilegt kvöld.

13.febrúar Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum – Það eru uppselt á þetta námskeið.

25.febrúar –  Súperhollt fyrir alla fjölskylduna. – Ennþá laust á þetta fræðandi og skemmtilega námskeið.

27.febrúar –  Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum.  – Töluvert bókað á þetta námskeið en þó nóg laust ennþá.

10.marsNæringarríkara sælgæti  –  Það styttist í að þetta verði uppselt, enda allir til í hollt nammi 🙂

12.marsByggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum

Ekki eru komin fleiri námskeið á blað en planið er að koma með skemmtilegt framhaldsnámskeið fyrir alla áhugasömu krakkana sem eru farin að spyrja um og biðja um næsta námskeið.

Það er alltaf eitthvað líka um námskeið fyrir fyrirtæki og starfsmannahópa.  Það er miðað við 15 – 20 manna hópa.  Hafið samband varðandi verð og tímasetningar á heilsumamman@gmail.com

Ég er í góðu samstarfi við Kaja Organics sem sér til þess að við höfum aðgang að hágæða, lífrænu hráefni á námskeiðunum.  Frábært hráefni sem gerir námskeiðin ennþá skemmtilegri og bragðbetri 🙂

Kaja

januarnamskeid

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Published by

Leave a Reply