Matarbúr Kaju – krúttlegasta búðin í bænum

Matarbúr Kaju opnaði nýlega útibú í miðbæ Reykjavíkur.  Það gerist nú ekki á hverjum degi að fyrirtæki fari í útrás frá Akranesi sem er skemmtilegt.   En þeir sem hafa komið á námskeið hjá mér hafa kynnst dálæti mínu á Kaju vörunum.  Þær eru lífrænar og einstaklega bragðgóðar.

í síðustu viku skruppum við fjölskyldan í bæinn og kíktum í nýju búðina.  Þeir sem fylgjast með mér á snappinu fengu að sjá stemminguna í búðinni en hér fylgja nokkrar myndir sem ég tók.

Hjá Kaju er hægt að koma og fylla á sínar eigin krukkur og box.  Eða setja í bréfpoka og fylla á heima.  Þú getur mætt með uppskriftina og keypt nákvæmlega það sem þú ætlar að nota.  Kannski er eitthvað sem þig langar til að prófa en veist ekki hvort þér finnist gott eða eigir eftir að nota, af hverju þá ekki að kaupa bara smá í bréfpoka og prófa heima í stað þess að kaupa strax 500 gramma poka sem situr svo inni í skáp ef þér líkar ekki innihaldið.

Matarbúr Kaju

Lífrænar gæða olíur, sultur og lífrænir ávextir og grænmeti.

Matarbúr Kaju

Karen Jónsdóttir er konan á bak við Matarbúr Kaju. Hún er sá allra mesti súkkulaðisérfræðingur sem ég hef kynnst og ekki bara varðandi súkkulaði heldur alla lífræna matvælaframleiðslu.  Hún flytur inn nokkrar gerðir af ALVÖRU súkkulaði og við smökkuðum eitt sem er á leiðinni í búðina í nóvember og þvílíkt bragð.   Hún stóð vaktina þegar við komum í heimsókn en annars er Anna Birna Ragnarsdóttir verslunarstjóri í búðinni sem er líka alger snillingur og viskubrunnur.  Hún er önnur þeirra sem skrifaði bækurnar: „Meðganga og fæðing með hómópatíu“ og „Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu“.

Matarbúr Kaju

 

Í búðinni fást fjölnota innkaupapokar í öllum litum og mynstrum.  Þei eru saumaðir hjá Öldunni, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu í Borganesi.  Við völdum okkur þennan fallega röndótta poka til að fara með vörurnar okkar heim.  Mér finnst hann svo fallegur á litinn að ég hef notað hann sem nestispoka alla vikuna.

Matarbúr Kaju

Matarbúr Kaju er staðsett í Óðinsgötu 8b og er opnið alla virka daga Kl. 11.00-18.00 og Kl. 11.00-16.00 á laugardögum.   Þess má geta að þeir sem koma á námskeið hjá Heilsumömmunni fá 10 % afslátt í næstu verslunarferð í Matarbúr Kaju.

Matarbúr Kaju

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn 🙂

 

Published by

One thought on “Matarbúr Kaju – krúttlegasta búðin í bænum

Leave a Reply