Námskeið í október og nóvember

Síðustu þrjú ár hafa námskeiðin mín verið í frábæru samstarfi við Lifandi markað í Borgartúni.   Því var ég með örlítinn kvíðahnút í mallakút eftir að Lifandi markaður lokaði í vor og sérstaklega eftir sumarfríið þar sem ég var ekki með neinn stað undir námskeiðin.  Leitin hófst og ég er komin með frábæran stað.  Framvegis verða námskeiðin haldin í Spírunni í Garðheimum.  Spíran er æðislegur hádegis- veitingastaður sem býður upp á góðan og næringarríkan mat, bæði kjöt, fisk og grænmetisrétti ásamt kaffi og kruðeríi,. Hann er staðsettur á annarri hæð í Garðheimum.

Spíran

 

Aðstaðan í Spírunni er frábær.  Staðurinn er virkilega rúmgóður og líka svo bartur og fallegur.   Það er hátalarakerfi svo allir heyra mjög vel og spegill  fyrir ofan vinnuborðið svo allir sjá vel.   Hinsvegar er leigan heldur hærri heldur en á gamla staðnum og því verð ég því miður að hækka verðið aðeins á námskeiðunum.  Ég hef alltaf leitast við að hafa verðið eins lágt og ég get svo flestir hafi möguleika að koma og mun halda því áfram eins og hægt er.

Hér sjáið þið hvaða námskeið verða fram að áramótum.  Það verða ekki fleiri námskeið en þessi svo það borgar sig að festa pláss sem fyrst á það eða þau námskeið sem ykkur langar að koma á.

 

5.okt         Byggðu upp barnið með góðri næringu – og góðum venjum                 Matarbúr Kaju, Akranesi

11.okt       Byggðu upp barnið með góðri næringu – og góðum venjum                 Spíran, Garðheimum
25.okt       Súperhollt í haust                                                                           Spíran, Garðheimum

8.nóv        Næringarríkt nammi                                                                     Matarbúr Kaju, Akranesi

11.nóv      Næringarríkt nammi  – Kósý námskeið – lífrænt rauðvínsglas fylgir með súkkulaðinu                                                                       Spíran, Garðheimum – Uppselt

15.nóv      Næringarríkt nammi  – Börnin velkomin með á þetta námskeið           Spíran, Garðheimum

18.nóv      Næringarríkt nammi  – Kósý námskeið – lífrænt rauðvínsglas fylgir með súkkulaðinu                                                                 Spíran, Garðheimum – aukanámskeið

Það eru komnir viðburðir á facebook fyrir fyrstu 3 námskeiðin, þið smellið bara á heitið og þá sjáið þið allar upplýsingar um tíma og verð.  Nánari upplýsingar um namminámskeiðin detta inn á næstu dögum.

Það hefur verið vinsælt síðustu ár hjá fyrirtækjum og starfsmannafélögum að bjóða upp á hollt namminámskeið fyrir starfsfólk.  Það eru ennþá nokkrir dagar lausir í lok nóvember.

Öll námskeiðin eru þannig að við höfum stöðvar og allir fá að gera sjálfir eða vinna í  4-5 manna hópum því það munar miklu að læra þannig eða horfa á sýnikennslu.

Allar bókanir á námskeið fara í gegnum heilsumamman@gmail.com

Að lokum læt ég fyglja með myndir sem við tókum fyrir eitt námskeiðið sem var í Spírunni í september.  Það vantar allt fólkið en þið sjáið aðeins hvernig aðstaðan er.

Spíran

Spíran

Spíran

Spíran

Spíran

Hlakka til að sjá ykkur og eiga góðar stundir saman 🙂

 

 

Published by

Leave a Reply