Bláberjadraumur

Það er farið að kólna úti og ég sakna sumarsins en á móti kemur að það er alltaf ákveðin stemming yfir þessum tíma líka.  Til dæmis stemmingin að fara í berajamó.  Það eru nú samt alls ekki allir sem nenna því, en mér finnst það æði og þvílík berjaspretta í ár.  Ég týndi slatta um síðustu helgi og langar svo að reyna að komast aftur og ná meira áður en þau frjósa.  En börnin á bænum eru því miður búin að næla sér í einhverja kvefpest svo það er spurning hvort það takist.  En í tilefni dagsins er uppskrift af virkilega góðum berjadrykk sem sló í gegn hjá um síðustu helgi.

 

Bláberjadraumur

 

Uppskriftin er í tvö mjög stór glös eða 4 minni.

  • 2  dl bláber (best að hafa frosin svo drykkurinn sé kaldur, eða ný ber og vænan skammt af klökum)
  • 1 dl frosin ananas
  • 1 banani
  • 1 lítið avakadó
  • 5 dl vatn
  • 2 msk möndlusmjör
  • 5 litlar döðlur
  • 1 msk lime safi

Allt sett í blandara og blandað vel.

Hér eru svo nokkar myndir sem fönguðu stemminguna síðustu helgi 🙂

Til hvers að týna í fötu þegar maður getur bara týnt beint í munninn…

Berjamó

Ég splæsti einstöku sinnum í bláberjafötu á uppsprengdu verði í vetur en föturnar komu sér aldeilis vel við týnsluna núna.  Stóru flottu berin týni ég með höndunum og þau fóru í föturnar.  Þau fara út á chia grautin í vetur. Berin sem fara í drykkina í vetur fóru í íssbox og sultuberin í frystipoka.  Já já þetta er allt saman mjög skipulagt 😉

20160827_181756

Þar sem berin eru fleiri og minni finnst mér gott að nota týnu og tek sigtið með mér út í móa þannig að ég geti hreinsað þau á staðnum og sett í box.  Nenni ekki að eiga eftir að hreinsa öll berin þegar heim er komið.

20160827_181804

Ég gleymdi alveg að taka myndir af afrakstrinum, en ég setti pokana á vigtina þegar heim var komið og þetta voru í krignum 12 kg amk. (ég vigtaði 11 kg) en fattaði svo að nokkur box voru annarstaðar.

Eva Rós á kósýgallanum í berjamó, það er ekki alltaf sem veðrið er svona gott og svo dásamlegt að njóta þess út í ystu æsar.

20160827_180147

Gott að hlýja sér í mömmu lopapeysu þegar farið er að kólna.

berjamó

Svo falleg….

IMG_20160827_121717

Ég ætla að deila fleiri berja uppskriftum næstu daga….svo fylgist með!

Gangi ykkur vel að týna 🙂

Published by

Leave a Reply