Sjúklega gott og einfalt súkkulaðimúslí

Hér er á ferðinni spari múslí sem börnin á bænum elska.  Það sem er sérstaklega skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er bæði einföld og fljótleg.  Það er mjög auðvelt að græja þetta múslí bara á meðan gengið er frá eftir kvöldmatinn.   Aðal ókosturinn er hversu stutt það staldrar við í krukkunni og klárast alltof fljótt.

 

Hráefni:

  • 4 dl grófar hafraflögur
  • 2 dl kókosflögur
  • 2 dl fræ (t.d. sólblómafræ, semsamfræ, hörfræ)
  • 2-4 msk kakó (hér er það spurning um smekk)
  • 3 msk kókosolía eða hitaþolin steikingarolía
  • 3 msk hlynsýróp eða hunang

Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í 150°c
  2. Blandið öllu saman í skál og setjið í ofnskúffu.
  3. Bakið í 25 mín.
  4. Leyfið blöndunni að klólna og geymið svo í loftþéttum umbúðum.

 

Published by

Leave a Reply